Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. júní 2021 13:01 „Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
„Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun