Skólastjóraskipti í Melaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2021 12:32 Jón Pétur Zimsen hefur mikla reynslu í skólastjórn úr Réttarholtsskóla. Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri í Melaskóla. Hann lætur af störfum sem aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hvar hann hefur starfað um árabil, meðal annars sem skólastjóri. Þá var Jón Pétur aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um tíma. Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk. Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk.
Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira