„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2021 14:16 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. „Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira