Skipuleggja spennandi hópferðir til útlanda Visitor.is 1. júní 2021 13:11 Guðrún St. Svavarsdóttir verkefnastjóri hópaferða hjá ferðaskrifstofunni Visitor Guðrún St. Svavarsdóttir, verkefnastjóri hópferða hjá Visitor segir dagsetningar kringum frídaga næsta vor umsetnar. Nú þegar samfélagið sér til sólar eftir takmarkanir undanfarna mánuði hugsar fólk sér til hreyfings út fyrir landsteinana. Guðrún St. Svavarsdóttir, verkefnastjóri hópferða hjá ferðaskrifstofunni Visitor segir fyrirtæki sem frestað hafi árshátíðum skipuleggi nú vinnustaðaferðir í haust og þá streymi pantanir inn fyrir næsta vor. „Fólk er tilbúið til að ferðast, við finnum það vel og margir eru farnir að spá í haustið. Stærri fyrirtæki horfa einnig sérstaklega til frídaga næsta vor eins og sumardagsins fyrsta og útlit fyrir að færri komist að en vilja, dagsetningarnar bókast hratt bæði nú fyrir haustið og vor 2022 og við hvetjum fólk til þess að panta og tryggja sér ferð fyrir sinn hóp,“ segir Guðrún en Visitor skipuleggur ferðir fyrir hverskonar hópa til útlanda. „Við höldum utan um hópa frá um 10 manns og allt upp í 400 manna eða fleiri. Það eru vinahópar og saumaklúbbar að fara saman í borgarferðir og svo hverskonar vinnustaðaferðir og árshátíðir stórfyrirtækja. Við sjáum um allt frá A til Ö, bókum flug og hótel og rútuferðir til og frá flugvelli. Það fer alltaf starfsmaður frá okkur með stóru hópunum og við getum einnig séð um fararstjórn og skemmtiatriði, skipulagt skoðunarferðir, hjólaferðir, vínsmökkun og fleira, allt eftir óskum. Stundum er það bara flug og gisting sem við erum beðin um og skemmtinefnd viðkomandi hóps sér um aðra dagskrá en til þess að nefndin geti líka notið ferðarinnar getum við tekið að okkur alla umsjón. Til dæmis tekið á móti hópnum úti og aðstoðað við innritun á hótel og verið til staðar. Við klæðskerasníðum ferðina að hverjum hópi fyrir sig og sjáum einnig um æfinga- og keppnisferðir íþróttafélaga og útbúum þá sérsniðna pakka fyrir slíka hópa,“ segir Guðrún. Visitor skipuleggur ferðir út til þeirra áfangastaða sem flogið er reglulega til frá Íslandi en nýtir einnig leiguflug þegar áfangastaðurinn er utan þess. „Viðskiptavinir koma með óskir um áfangastað og við verðum við þeim. Vinsælustu áfangastaðirnir eru gjarnan borgir eins og Berlín, Dublin, Barcelona, Edinborg og Aicante, Brighton og Glasgow svo dæmi séu nefnd. Norðurlöndin eru einnig vinsæl og íþróttafélög bóka gjarnan ferðir til Norðurlandanna, Englands og Spánar,“ segir Guðrún. Nánari upplýsingar er að finna á visitor.is. Ferðalög Vinnustaðamenning Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Nú þegar samfélagið sér til sólar eftir takmarkanir undanfarna mánuði hugsar fólk sér til hreyfings út fyrir landsteinana. Guðrún St. Svavarsdóttir, verkefnastjóri hópferða hjá ferðaskrifstofunni Visitor segir fyrirtæki sem frestað hafi árshátíðum skipuleggi nú vinnustaðaferðir í haust og þá streymi pantanir inn fyrir næsta vor. „Fólk er tilbúið til að ferðast, við finnum það vel og margir eru farnir að spá í haustið. Stærri fyrirtæki horfa einnig sérstaklega til frídaga næsta vor eins og sumardagsins fyrsta og útlit fyrir að færri komist að en vilja, dagsetningarnar bókast hratt bæði nú fyrir haustið og vor 2022 og við hvetjum fólk til þess að panta og tryggja sér ferð fyrir sinn hóp,“ segir Guðrún en Visitor skipuleggur ferðir fyrir hverskonar hópa til útlanda. „Við höldum utan um hópa frá um 10 manns og allt upp í 400 manna eða fleiri. Það eru vinahópar og saumaklúbbar að fara saman í borgarferðir og svo hverskonar vinnustaðaferðir og árshátíðir stórfyrirtækja. Við sjáum um allt frá A til Ö, bókum flug og hótel og rútuferðir til og frá flugvelli. Það fer alltaf starfsmaður frá okkur með stóru hópunum og við getum einnig séð um fararstjórn og skemmtiatriði, skipulagt skoðunarferðir, hjólaferðir, vínsmökkun og fleira, allt eftir óskum. Stundum er það bara flug og gisting sem við erum beðin um og skemmtinefnd viðkomandi hóps sér um aðra dagskrá en til þess að nefndin geti líka notið ferðarinnar getum við tekið að okkur alla umsjón. Til dæmis tekið á móti hópnum úti og aðstoðað við innritun á hótel og verið til staðar. Við klæðskerasníðum ferðina að hverjum hópi fyrir sig og sjáum einnig um æfinga- og keppnisferðir íþróttafélaga og útbúum þá sérsniðna pakka fyrir slíka hópa,“ segir Guðrún. Visitor skipuleggur ferðir út til þeirra áfangastaða sem flogið er reglulega til frá Íslandi en nýtir einnig leiguflug þegar áfangastaðurinn er utan þess. „Viðskiptavinir koma með óskir um áfangastað og við verðum við þeim. Vinsælustu áfangastaðirnir eru gjarnan borgir eins og Berlín, Dublin, Barcelona, Edinborg og Aicante, Brighton og Glasgow svo dæmi séu nefnd. Norðurlöndin eru einnig vinsæl og íþróttafélög bóka gjarnan ferðir til Norðurlandanna, Englands og Spánar,“ segir Guðrún. Nánari upplýsingar er að finna á visitor.is.
Ferðalög Vinnustaðamenning Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira