Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum segir að slysið hafi orðið á tólfta tímanum í morgun.
Mikill straumur reyndist í hylnum og virðist maðurinn hafa misst fótanna og lent í sjálfheldu í straumnum og fest um stund þar til nærstaddir komu honum til hjálpar.
Hann hafði þá misst meðvitund og hófu þau sem voru á staðnum endurlífgunartilraunir. Þeim var haldið áfram þar til maðurinn hafði verið fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Rannsókn lögreglu á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og segir hún að ótímabært sé að greina frá nafni mannsins. Fjölskyldu hans hefur verið tilkynnt um andlátið.