Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 10:32 Frambjóðendurnir fjórir sem sækjast eftir oddvitasætum í tveimur gríðarstórum kjördæmum. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Suður- og Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm - Håkon Broder Lund - Facebook Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér. Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00