Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 07:40 Líkamsleifar 215 kanadískra barna af frumbyggjaættum fundust í fjöldagröf við Kamloops Indian heimavistarskólann í Bresku Kólumbíu. AP/Andrew Snucins Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Börnin voru nemendur í Kamloops Indian Residential skólanum í Bresku Kólumbíu. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja slíka heimavistarskóla á 19. og hluta 20. aldar. Skólarnir voru reknir af kanadíska ríkinu og trúarstofnunum og var markmiðið að fjarlægja börnin uppruna sínum og menningu og „koma þeim inn í“ kanadískt samfélag. Skólinn lokaði fyrir starfsemi sína árið 1977. Fundurinn var tilkynntur á fimmtudag af höfðingja frumbyggjaþjóðarinnar Tk‘emlups te Secwepemc. Þjóðin vinnur nú að því, í samstarfi við fornleifafræðinga og réttarmeinafræðinga, að komast að því hvernig börnin dóu og hvenær. Þau yngstu eru talin allt niður í þriggja ára gömul. The news that remains were found at the former Kamloops residential school breaks my heart - it is a painful reminder of that dark and shameful chapter of our country s history. I am thinking about everyone affected by this distressing news. We are here for you. https://t.co/ZUfDRyAfET— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) May 28, 2021 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í gær að fundurinn væri „sársaukafull áminning“ um „skammarlega fortíð landsins“. Dauði barnanna var aldrei skrásettur af forstöðumönnum skólans. Kamloops Indian heimavistarskólinn var sá stærsti sinnar gerðar í Kanada. Hann var rekinn af kaþólsku kirkjunni árið 1890 og voru allt að 500 börn skráð í skólann. Fjöldinn var hvað mestur á sjötta áratugi síðustu aldar. Ríkisstjórn landsins tók við rekstri skólans árið 1969 og rak hann sem heimavistarskóla til ársins 1977 þegar honum var loks lokað. Kanada Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Börnin voru nemendur í Kamloops Indian Residential skólanum í Bresku Kólumbíu. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja slíka heimavistarskóla á 19. og hluta 20. aldar. Skólarnir voru reknir af kanadíska ríkinu og trúarstofnunum og var markmiðið að fjarlægja börnin uppruna sínum og menningu og „koma þeim inn í“ kanadískt samfélag. Skólinn lokaði fyrir starfsemi sína árið 1977. Fundurinn var tilkynntur á fimmtudag af höfðingja frumbyggjaþjóðarinnar Tk‘emlups te Secwepemc. Þjóðin vinnur nú að því, í samstarfi við fornleifafræðinga og réttarmeinafræðinga, að komast að því hvernig börnin dóu og hvenær. Þau yngstu eru talin allt niður í þriggja ára gömul. The news that remains were found at the former Kamloops residential school breaks my heart - it is a painful reminder of that dark and shameful chapter of our country s history. I am thinking about everyone affected by this distressing news. We are here for you. https://t.co/ZUfDRyAfET— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) May 28, 2021 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í gær að fundurinn væri „sársaukafull áminning“ um „skammarlega fortíð landsins“. Dauði barnanna var aldrei skrásettur af forstöðumönnum skólans. Kamloops Indian heimavistarskólinn var sá stærsti sinnar gerðar í Kanada. Hann var rekinn af kaþólsku kirkjunni árið 1890 og voru allt að 500 börn skráð í skólann. Fjöldinn var hvað mestur á sjötta áratugi síðustu aldar. Ríkisstjórn landsins tók við rekstri skólans árið 1969 og rak hann sem heimavistarskóla til ársins 1977 þegar honum var loks lokað.
Kanada Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira