Ársfangelsi fyrir að koma ekki konu með eitrun til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 18:59 Refsing mannsins var þyngd úr þriggja mánaða fangelsi í tólf í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni sem lést vegna alvarlegrar kókaíneitrunar undir læknishendur úr þremur mánuðum í tólf í dag. Almenn hegningarlög kveða á um skyldu til athafna við lífsháska. Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda. Dómsmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda.
Dómsmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira