Kosningaórói Njáls Trausta Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 27. maí 2021 20:18 Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun