Pylsur, predikun og endurfundir eftir faraldursvetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:16 Pylsurnar féllu greinilega í kramið hjá gestum Lindakirkju. Vísir/Vilhelm Eldri borgarar í Kópavogi streymdu í Lindakirkju í hádeginu í dag þar sem fyrsti almennilegi viðburðurinn fyrir þann hóp var haldinn frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Boðið var upp á dýrindis kræsingar, þjóðarrétt Íslendinga: pylsur, og tónlistarmenn stigu á stokk. Félagsstarf eldri borgara í kirkjunni hefur nær alveg legið niðri frá því að faraldurinn skall á. Fyrir faraldurinn bauðst eldri kynslóðum að koma saman hálfsmánaðarlega í kirkjunni, borða saman og hlýða á boðskapinn en síðasta vetur hefur verið lítið um samkomur. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, segir að undanfarinn vetur hafi verið skrítinn. Samkomur eldri borgara hafi ávallt verið fjölmennar og það sé mikill léttir að fólk geti komið saman aftur, nú þegar talsverðar afléttingar hafa verið teknar í gildi á sóttvarnarreglum. Eldri borgarar í Kópavogi fjölmenntu í Lindakirkju í dag. Vísir/Vilhelm „Þó svo að við séum venjulega hætt á þessum árstíma þá fannst okkur alveg nauðsynlegt að enda þennan vetur skemmtilega fyrst það var opnað svona í vikunni. Það er sumarstemning í því að vera með pylsuvagn,“ segir Guðmundur. Fjölmennar samkomur fyrir Covid Tónlistarfólkið og hjónin Regína Ósk Óskarsdóttir og Svenni Þór léku af fingrum fram ásamt Óskari Einarssyni og Þórir Baldursson, organisti, spilaði á nýkeypt Hammond orgel sem kirkjan festi kaup á fyrir stuttu. Orgelið á „ættir að rekja“ til Kanada, þar sem það þjónaði hlutverki sínu í kanadísku helgihúsi frá árinu 1937. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, heldur tölu fyrir gesti dagsins. vVísir/Vilhelm „Það er alltaf mjög skemmtileg stemning í þessum samverum hjá okkur. Það er búinn að vera skrítinn vetur hjá okkur eins og öllum og við höfum lítið getað hist. Þetta voru alltaf gríðarlega fjölmennar samverur hjá okkur fyrir Covid. Í þessum hádegissamverum höfum við alltaf verið með einhverja góða gesti og svo endað með helgistund,“ segir Guðmundur Hann segir að eldri borgara starfið í Lindakirkju sé mjög sterkt og alla jafna hafi safnaðarmeðlimir komið saman í hádeginu hálfsmánaðarlega. Starfinu hafi svo yfirleitt verið slúttað með einhverri ferð og til stóð að fara til Vestmannaeyja í vor en því var svo aflýst. „Eitthvað segir mér nú að við eigum eftir að endurtaka þetta og þetta verði árlegur viðburður. Þetta verður bara gaman í dag og skemmtilegt.“ Pylsupartí fyrir eldri borgara í Lindakirkju í dag. Vísir/Vilhelm Samkomurnar hafa að sögn Guðmundar alltaf verið vel sóttar, sem var líka raunin í dag. „Þá erum við bæði með góða dagskrá og góðan mat og það er lenskan hjá okkur að við prestarnir og starfsfólkið séum þar í þjónustuhlutverki. Fyrir Covid var þetta alltaf að vaxa og vaxa og vorum komin yfir hundrað manns á samverunum hjá okkur. Meira að segja í jólasamverunni 2019 þurftum við að tvískipta hópnum af því að þetta sprengdi allt utan af sér. En við gátum ekkert verið með þetta í allan vetur.“ Heldri borgarar sakna samverunnar Finnurðu fyrir því að fólk sakni þessa félagsskapar? „Heldur betur, ég hef mjög oft fengið spurningar frá mjög mörgum um það hvenær við byrjum aftur. Og um leið og opnast einhverjar glufur þá heyrist alltaf í einhverjum: Á ekkert að byrja aftur með eldri borgara starfið.“ Tónlistarkonan Regína Ósk var meðal þeirra sem skemmti fólkinu í Lindakirkju í dag.Vísir/Vilhelm „Við vorum nokkrum sinnum í vetur en þá án borðhalds, þá gripum við til þess að breyta tímanum. Við höfum alltaf verið í hádeginu og allir að borða saman en við höfðum þetta núna um kaffileytið, höfðum eitthvað skemmtilegt og áhugavert prógram og helgistund og svo sendum við fólk heim með eitthvað til að borða með kaffinu heima. Það féll í mjög góðan jarðveg, en það er ekki sama stemning í því,“ segir Guðmundur. Hann segir það mikinn létti að hægt sé að færa starfið í svipaðan jarðveg og það var fyrir faraldurinn. „Það er alveg dásamlegt og ég held að það finni allir fyrir því hvað er gott að sjá framan í fólk aftur, á förnum vegi. Það er alveg dásamlegt. Og það er eiginlega alveg absúrd að finna hvað þetta er dýrmætt, eitthvað sem var svo sjálfsagt.“ Félagsmál Þjóðkirkjan Kópavogur Eldri borgarar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Félagsstarf eldri borgara í kirkjunni hefur nær alveg legið niðri frá því að faraldurinn skall á. Fyrir faraldurinn bauðst eldri kynslóðum að koma saman hálfsmánaðarlega í kirkjunni, borða saman og hlýða á boðskapinn en síðasta vetur hefur verið lítið um samkomur. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, segir að undanfarinn vetur hafi verið skrítinn. Samkomur eldri borgara hafi ávallt verið fjölmennar og það sé mikill léttir að fólk geti komið saman aftur, nú þegar talsverðar afléttingar hafa verið teknar í gildi á sóttvarnarreglum. Eldri borgarar í Kópavogi fjölmenntu í Lindakirkju í dag. Vísir/Vilhelm „Þó svo að við séum venjulega hætt á þessum árstíma þá fannst okkur alveg nauðsynlegt að enda þennan vetur skemmtilega fyrst það var opnað svona í vikunni. Það er sumarstemning í því að vera með pylsuvagn,“ segir Guðmundur. Fjölmennar samkomur fyrir Covid Tónlistarfólkið og hjónin Regína Ósk Óskarsdóttir og Svenni Þór léku af fingrum fram ásamt Óskari Einarssyni og Þórir Baldursson, organisti, spilaði á nýkeypt Hammond orgel sem kirkjan festi kaup á fyrir stuttu. Orgelið á „ættir að rekja“ til Kanada, þar sem það þjónaði hlutverki sínu í kanadísku helgihúsi frá árinu 1937. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, heldur tölu fyrir gesti dagsins. vVísir/Vilhelm „Það er alltaf mjög skemmtileg stemning í þessum samverum hjá okkur. Það er búinn að vera skrítinn vetur hjá okkur eins og öllum og við höfum lítið getað hist. Þetta voru alltaf gríðarlega fjölmennar samverur hjá okkur fyrir Covid. Í þessum hádegissamverum höfum við alltaf verið með einhverja góða gesti og svo endað með helgistund,“ segir Guðmundur Hann segir að eldri borgara starfið í Lindakirkju sé mjög sterkt og alla jafna hafi safnaðarmeðlimir komið saman í hádeginu hálfsmánaðarlega. Starfinu hafi svo yfirleitt verið slúttað með einhverri ferð og til stóð að fara til Vestmannaeyja í vor en því var svo aflýst. „Eitthvað segir mér nú að við eigum eftir að endurtaka þetta og þetta verði árlegur viðburður. Þetta verður bara gaman í dag og skemmtilegt.“ Pylsupartí fyrir eldri borgara í Lindakirkju í dag. Vísir/Vilhelm Samkomurnar hafa að sögn Guðmundar alltaf verið vel sóttar, sem var líka raunin í dag. „Þá erum við bæði með góða dagskrá og góðan mat og það er lenskan hjá okkur að við prestarnir og starfsfólkið séum þar í þjónustuhlutverki. Fyrir Covid var þetta alltaf að vaxa og vaxa og vorum komin yfir hundrað manns á samverunum hjá okkur. Meira að segja í jólasamverunni 2019 þurftum við að tvískipta hópnum af því að þetta sprengdi allt utan af sér. En við gátum ekkert verið með þetta í allan vetur.“ Heldri borgarar sakna samverunnar Finnurðu fyrir því að fólk sakni þessa félagsskapar? „Heldur betur, ég hef mjög oft fengið spurningar frá mjög mörgum um það hvenær við byrjum aftur. Og um leið og opnast einhverjar glufur þá heyrist alltaf í einhverjum: Á ekkert að byrja aftur með eldri borgara starfið.“ Tónlistarkonan Regína Ósk var meðal þeirra sem skemmti fólkinu í Lindakirkju í dag.Vísir/Vilhelm „Við vorum nokkrum sinnum í vetur en þá án borðhalds, þá gripum við til þess að breyta tímanum. Við höfum alltaf verið í hádeginu og allir að borða saman en við höfðum þetta núna um kaffileytið, höfðum eitthvað skemmtilegt og áhugavert prógram og helgistund og svo sendum við fólk heim með eitthvað til að borða með kaffinu heima. Það féll í mjög góðan jarðveg, en það er ekki sama stemning í því,“ segir Guðmundur. Hann segir það mikinn létti að hægt sé að færa starfið í svipaðan jarðveg og það var fyrir faraldurinn. „Það er alveg dásamlegt og ég held að það finni allir fyrir því hvað er gott að sjá framan í fólk aftur, á förnum vegi. Það er alveg dásamlegt. Og það er eiginlega alveg absúrd að finna hvað þetta er dýrmætt, eitthvað sem var svo sjálfsagt.“
Félagsmál Þjóðkirkjan Kópavogur Eldri borgarar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira