Skoðun

Stóra samhengið

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hugfallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön. Sú sýn sem við okkur blasir getur verið heftandi, letjandi eða reynir á þolgæði landans. En sem betur fer erum við Íslendingar hugrökk, djörf og sækin í eðli okkar.

Í hinu stóra samhengi þá erum við 370 þúsund einstaklingar sem búum á þessari einstaklega fallegu en óvægnu eyju á miðju Atlantshafi. Hagkerfið er lítið og viðkvæmt en með mikla aðlögunarhæfni. Auðlindir eru ríflegar, sama hvort um er að ræða náttúru lands, man/nauð, hugvit eða iðnaðarkost. Okkur eru allir vegir færir.

Núna þegar við sjáum loksins til sólar, og nóg af Stóru Gulu – því ekki fáum við nóg D vítamín hér efst á Jarðarkringlunni, er mikilvægt að halda sýn á hinu stóra samhengi. Atvinnuleysi er enn umtalsvert og sligandi. Efnahagslífið hefur misst heila hönd við fráfall ferðafólks af völdum Veirunnar, en sem betur fer erum við að fá heimsóknir erlendis frá í varlegu magni sem veitir lífskorn í hagkerfið. Við þurfum engu að síður á öllum okkar færu vinnandi höndum að halda til að geta lifað, skapað og notið þess að búa hér saman. Ekki síst fyrir unga, aldna og sjúka. Styrkur hvers samfélags mælist af því hversu vel hægt er að sinna þeim þremur lýðbreytum.

Veljum að huga að hinu stóra samhengi, með því að velja fjölbreytni og að rækta jafnrétti í hvívetna. Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tækifæra til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvileika. Þá skipta smáatriðin ekki svo miklu máli.

Höfundur er formaður FKA, eigandi Vinnupalla og fjárfestir.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×