Ísland á að vera frjálst land Bryndís Haraldsdóttir skrifar 27. maí 2021 07:31 Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi. Hlutverk fjölmiðla er að vera beittir og veita bæði fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald. Þeir eiga að vanda sína umfjöllun og segja satt og rétt frá en til þess að fjölmiðlar virki sem skyldi þurfa þeir að vera gagnrýnir og þeir þurfa líka að vera opnir fyrir gagnrýni á störf sín. Fjölmiðlar þurfa að hafa rými frá samfélaginu til þess að sinna skyldum sínum óáreittir. Fyrirtæki þurfa að hlýta þessum sömu reglum. Öll fyrirtæki sem ætla sér að eiga bjarta framtíð þurfa að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni. Í sinni einföldustu mynd felast (sjálfbærni) og samfélagsleg ábyrgð á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun getur meðal annars orðið uppspretta nýrra viðskiptatækifæra og veitt þeim fyrirtækjum sem vinna vel mikið forskot bæði innanlands og utan. Samkeppnishæfni fyrirtækja í dag veltur á því hversu vel þau axla ábyrgð því neytendur gera sífellt meiri kröfur um ábyrga hegðun. Fyrirtækin verða að axla ábyrgð sína og leitast við að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfið sitt en ekki skaða það. Stuðningur við íþróttafélög og menningu er gott og mikilvægt en það er ekki nóg. Fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð alvarlega, þurfa að standa sig vel í félagslegu þáttunum líka, ekki bara þeim umhverfislegu, virða lýðræðið og alls ekki beita sér gegn því. Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi. Hlutverk fjölmiðla er að vera beittir og veita bæði fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald. Þeir eiga að vanda sína umfjöllun og segja satt og rétt frá en til þess að fjölmiðlar virki sem skyldi þurfa þeir að vera gagnrýnir og þeir þurfa líka að vera opnir fyrir gagnrýni á störf sín. Fjölmiðlar þurfa að hafa rými frá samfélaginu til þess að sinna skyldum sínum óáreittir. Fyrirtæki þurfa að hlýta þessum sömu reglum. Öll fyrirtæki sem ætla sér að eiga bjarta framtíð þurfa að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni. Í sinni einföldustu mynd felast (sjálfbærni) og samfélagsleg ábyrgð á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun getur meðal annars orðið uppspretta nýrra viðskiptatækifæra og veitt þeim fyrirtækjum sem vinna vel mikið forskot bæði innanlands og utan. Samkeppnishæfni fyrirtækja í dag veltur á því hversu vel þau axla ábyrgð því neytendur gera sífellt meiri kröfur um ábyrga hegðun. Fyrirtækin verða að axla ábyrgð sína og leitast við að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfið sitt en ekki skaða það. Stuðningur við íþróttafélög og menningu er gott og mikilvægt en það er ekki nóg. Fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð alvarlega, þurfa að standa sig vel í félagslegu þáttunum líka, ekki bara þeim umhverfislegu, virða lýðræðið og alls ekki beita sér gegn því. Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar