Lögregla var kölluð til vegna ýmissa mála í gær sem virðast ekki hafa haft miklar afleiðingar í för með sér. Tilkynnt var um líkamsárás í póstnúmerinu 104 en brotaþoli reyndist með minniháttar áverka og árásaraðilar voru farnir af vettvangi.
Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr verslun í miðborginni og minniháttar umferðaróhöpp.
Í Garðabæ var tilkynnt um innbrot í bílskúr og þjófnað í verslun og í Kópavogi um rúðubrot.
Þá valt bifreið í Mosfellsbæ en ökumaðurinn slapp ómeiddur.