„Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 21:00 „Þetta er bara klaufaskapur og þröngsýni,“ segir Salka Sól. vísi „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ Þessu tísti söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld þegar tilkynnt var að Hreimur Örn Heimisson myndi semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár. Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 21, 2021 Salka Sól segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða grófa samantekt sem hún tók af vef þjóðhátíðarnefndar. „Þetta er svona útreikningur samkvæmt hefðinni. Ég reiknaði það þannig að fyrsta þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933 en fyrsta lagið samið af konu var árið 2017. Það voru því 84 ár sem liðu þar til kona fær að semja lagið. Ef hefðin er svona þá mun kona næst semja lagið árið 2101,“ segir Salka Sól. Salka Sól hefur áður vakið athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlaginu sem samið hefur verið allar götur síðan árið 1933. Það var árið 2016, en þá hafði engin kona samið þjóðhátíðarlagið frá upphafi hátíðarinnar. Tvær konur höfðu þó samið texta við þjóðhátíðarlag. Þær eru Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004. „Engin kona hafði þó sungið lagið fyrr en Ragga Gísla samdi og flutti lagið árið 2017,“ segir Salka Sól. „Ég benti á þetta þegar engin kona hafði samið þjóðhátíðarlagið og það vakti töluverða athygli. Ári síðar fékk Ragga Gísla að semja lagið.“ Segir rökin fyrir kvennaleysinu ekki halda vatni Salka Sól segir að þær ástæður sem gefnar eru fyrir kvennaleysinu haldi ekki vatni. „Mér finnst að fólk þurfi að girða sig í brók þegar kemur að þessu og hugsa út fyrir boxið. Síðast þegar ég vakti athygli á þessu þá fékk ég þau rök að þau væru að bóka vinsælustu listamenn hvers árs. Það er löngu búið að afsanna þessa afsökun enda hafa síðustu tónlistarverlaun sannað og sýnt það. Þetta er bara klaufaskapur og þröngsýni.“ Kona sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum Söngkonan Bríet var sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Hún hlaut þrenn verðlaun; poppplata ársins, textahöfundur- og söngkona ársins. Áður hlaut hún fern verðlaun á hlustendaverðlaununum fyrr í mánuðinum. Þá bendir Salka Sól á að nær allir sem tilnefndir voru til verðlauna sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum hafi verið konur. Sölku Sól finnst miður að hlutirnir breytist ekki hraðar. „Þegar ég hef bent á þetta verða margir undrandi á þessum áhyggjum og segja að við breytum ekki sögunni. En það er auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag,“ segir Salka Sól og bætir því við að þegar skipuleggjendum var bent á stöðuna fyrir fimm árum hafi tilfinningin verið sú að þeir væru ómeðvitaðir um stöðuna. „En núna vita þau þetta.“ Henni finnst skipuleggjendur flestra útihátíða vera meðvitaðir um kynjahlutfall nema þau sem koma að þjóðhátíð. „Mér finnst lang flestar hátíðir t.d. innipúkinn, taka mið af og halda í kynjahlutfall en mér finnst það ábótavant hjá Þjóðhátíð,“ segir Salka Sól. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. 14. maí 2021 11:01 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þessu tísti söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld þegar tilkynnt var að Hreimur Örn Heimisson myndi semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár. Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 21, 2021 Salka Sól segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða grófa samantekt sem hún tók af vef þjóðhátíðarnefndar. „Þetta er svona útreikningur samkvæmt hefðinni. Ég reiknaði það þannig að fyrsta þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933 en fyrsta lagið samið af konu var árið 2017. Það voru því 84 ár sem liðu þar til kona fær að semja lagið. Ef hefðin er svona þá mun kona næst semja lagið árið 2101,“ segir Salka Sól. Salka Sól hefur áður vakið athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlaginu sem samið hefur verið allar götur síðan árið 1933. Það var árið 2016, en þá hafði engin kona samið þjóðhátíðarlagið frá upphafi hátíðarinnar. Tvær konur höfðu þó samið texta við þjóðhátíðarlag. Þær eru Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004. „Engin kona hafði þó sungið lagið fyrr en Ragga Gísla samdi og flutti lagið árið 2017,“ segir Salka Sól. „Ég benti á þetta þegar engin kona hafði samið þjóðhátíðarlagið og það vakti töluverða athygli. Ári síðar fékk Ragga Gísla að semja lagið.“ Segir rökin fyrir kvennaleysinu ekki halda vatni Salka Sól segir að þær ástæður sem gefnar eru fyrir kvennaleysinu haldi ekki vatni. „Mér finnst að fólk þurfi að girða sig í brók þegar kemur að þessu og hugsa út fyrir boxið. Síðast þegar ég vakti athygli á þessu þá fékk ég þau rök að þau væru að bóka vinsælustu listamenn hvers árs. Það er löngu búið að afsanna þessa afsökun enda hafa síðustu tónlistarverlaun sannað og sýnt það. Þetta er bara klaufaskapur og þröngsýni.“ Kona sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum Söngkonan Bríet var sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Hún hlaut þrenn verðlaun; poppplata ársins, textahöfundur- og söngkona ársins. Áður hlaut hún fern verðlaun á hlustendaverðlaununum fyrr í mánuðinum. Þá bendir Salka Sól á að nær allir sem tilnefndir voru til verðlauna sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum hafi verið konur. Sölku Sól finnst miður að hlutirnir breytist ekki hraðar. „Þegar ég hef bent á þetta verða margir undrandi á þessum áhyggjum og segja að við breytum ekki sögunni. En það er auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag,“ segir Salka Sól og bætir því við að þegar skipuleggjendum var bent á stöðuna fyrir fimm árum hafi tilfinningin verið sú að þeir væru ómeðvitaðir um stöðuna. „En núna vita þau þetta.“ Henni finnst skipuleggjendur flestra útihátíða vera meðvitaðir um kynjahlutfall nema þau sem koma að þjóðhátíð. „Mér finnst lang flestar hátíðir t.d. innipúkinn, taka mið af og halda í kynjahlutfall en mér finnst það ábótavant hjá Þjóðhátíð,“ segir Salka Sól.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. 14. maí 2021 11:01 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35
Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01
Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. 14. maí 2021 11:01