Mannlíf kaupir 28 þúsund fylgjendur Kvennablaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 09:01 Aftur eru farin að sjást merki um líf á Facebook-síðu Kvennablaðsins. Skjáskot Mannlíf hefur keypt Facebook-síðu Kvennablaðsins og hyggst nýta hana til að deila efni sínu á samfélagsmiðlinum. Þetta staðfestir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, í samtali við Vísi en vefmiðilinn lagði upp laupanna á seinasta ári. Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11
Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39
Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00