Áður í Eden Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 26. maí 2021 14:30 Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu. Fram undan er mikið ferðasumar. Íslendingar munu eflaust nýta fyrripart sumars til að heimsækja landið sitt eins og síðasta sumar. Hveragerði er mikill heilsu og menningarbær sem hefur margt upp á að bjóða. Náttúrufegurðin er allsráðandi í Hveragerði og má þar finna fjölmarga göngu- og hjólreiðastíga. Nú standa yfir endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði en vonir standa til að hægt verði að opna í júní. Meira af menningu. Í Hveragerði má finna Listasafn Árnesinga sem heldur úti metnaðarfullum listviðburðum allt árið um kring. Nýtt svið er í undirbúningi í Lystigarðinum við Varmána. Leikfélag Hveragerðis er öflugt áhugamannaleikfélag sem frumsýndi á dögunum leikritið „Nei ráðherra“ í leikstjórn Arnar Árnasonar. Við erum lánsöm að eiga hér öflugt tónlistarfólk sem eflaust nýta nú tækifæri og halda tónleika sem aldrei fyrr. Matarmenningin blómstrar, nýr heilsumatarvagn, kaffihús í dalnum og mathöll í miðbænum. Nýtt hótel opnar í júní sem er ánægjuleg viðbót við rótgróna og góða gistimöguleika bæjarins. Hreyfing Fram undan er Hengill Ultra sem er haldið í tíunda sinn. Þar er keppt í utanvegahlaupi, því stærsta sinnar tegundar á Íslandi, með yfir 1300 keppendur sem keppa í mismunandi vegalengdum. Eftir rólega viðburðatíð vegna heimsfaraldurs verður ánægjulegt að sjá fólk koma saman og takast á við markmiðin sem þau hafa eflaust undirbúið í þó nokkurn tíma. Það verður eflaust líflegt í blómabænum í sumar enda erum við flest eflaust full tilhlökkunar að upplifa og njóta og skapa nýjar góðar minningar. Hápunktur sumarsins í Hveragerði verður bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ þar sem bæjarbúar og gestir gera sér glaðan dag í fallega heilsu og menningarbænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu. Fram undan er mikið ferðasumar. Íslendingar munu eflaust nýta fyrripart sumars til að heimsækja landið sitt eins og síðasta sumar. Hveragerði er mikill heilsu og menningarbær sem hefur margt upp á að bjóða. Náttúrufegurðin er allsráðandi í Hveragerði og má þar finna fjölmarga göngu- og hjólreiðastíga. Nú standa yfir endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði en vonir standa til að hægt verði að opna í júní. Meira af menningu. Í Hveragerði má finna Listasafn Árnesinga sem heldur úti metnaðarfullum listviðburðum allt árið um kring. Nýtt svið er í undirbúningi í Lystigarðinum við Varmána. Leikfélag Hveragerðis er öflugt áhugamannaleikfélag sem frumsýndi á dögunum leikritið „Nei ráðherra“ í leikstjórn Arnar Árnasonar. Við erum lánsöm að eiga hér öflugt tónlistarfólk sem eflaust nýta nú tækifæri og halda tónleika sem aldrei fyrr. Matarmenningin blómstrar, nýr heilsumatarvagn, kaffihús í dalnum og mathöll í miðbænum. Nýtt hótel opnar í júní sem er ánægjuleg viðbót við rótgróna og góða gistimöguleika bæjarins. Hreyfing Fram undan er Hengill Ultra sem er haldið í tíunda sinn. Þar er keppt í utanvegahlaupi, því stærsta sinnar tegundar á Íslandi, með yfir 1300 keppendur sem keppa í mismunandi vegalengdum. Eftir rólega viðburðatíð vegna heimsfaraldurs verður ánægjulegt að sjá fólk koma saman og takast á við markmiðin sem þau hafa eflaust undirbúið í þó nokkurn tíma. Það verður eflaust líflegt í blómabænum í sumar enda erum við flest eflaust full tilhlökkunar að upplifa og njóta og skapa nýjar góðar minningar. Hápunktur sumarsins í Hveragerði verður bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ þar sem bæjarbúar og gestir gera sér glaðan dag í fallega heilsu og menningarbænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun