Kalla saman ákærudómstól vegna rannsóknar á Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2021 23:01 Fyrirtæki Trump er til rannsóknar í New York. Það er sagt hafa ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna eftir því sem hentaði hverju sinni. Vísir/EPA Saksóknari í New York hefur kvatt saman ákærudómstól sem verður mögulega falið að meta hvort tilefni sé til að gefa út ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, eða öðrum stjórnendum fyrirtækis hans. Þetta er sagt benda til þess saksóknari telji líkur á að glæpur hafi verið framinn. Víðtæk rannsókn umdæmissaksóknarans á Manhattan á Trump-fyrirtækinu hefur staðið yfir í meira en tvö ár. Hún er meðal annars sögð beinast að viðskiptaháttum fyrirtækisins áður en Trump var kjörinn forseti og hvort að það hafi átt við verðmat á eignum til að svindla á fjármála- og tryggingafyrirtækjum og til að komast hjá skattgreiðslum. Einnig er rannsóknin ná til greiðslna fyrirtækisins til háttsettra starfsmanna, þar á meðal Ivönku Trump, dóttur fyrrverandi forsetans. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að ákærudómstóll hafi verið kallaður saman. Slíkir dómstólar eru nokkurs konar kviðdómur sem tekur afstöðu til þess hvort að tilefni sé til að gefa út ákærur. Blaðið segir að það að saksóknarinn hafi kallað dómstólinn saman bendi bæði til þess að rannsóknin sé langt á veg komin og að saksóknarinn telji sig hafa fundið vísbendingar um glæp. Ekkert liggur þó fyrir um að saksóknarinn hyggist leggja mögulegar ákærur fyrir ákærudómstólinn. Hann gæti allt eins nýtt sér hann til að gefa út stefnur um gögn sem varða rannsóknina. Hvorki talsmenn saksóknarans né Trump-fyrirtækisins vildu tjá sig um málið við blaðið. Trump hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu og fullyrt að rannsóknir á sér eigi sér pólitískar rætur. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Víðtæk rannsókn umdæmissaksóknarans á Manhattan á Trump-fyrirtækinu hefur staðið yfir í meira en tvö ár. Hún er meðal annars sögð beinast að viðskiptaháttum fyrirtækisins áður en Trump var kjörinn forseti og hvort að það hafi átt við verðmat á eignum til að svindla á fjármála- og tryggingafyrirtækjum og til að komast hjá skattgreiðslum. Einnig er rannsóknin ná til greiðslna fyrirtækisins til háttsettra starfsmanna, þar á meðal Ivönku Trump, dóttur fyrrverandi forsetans. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að ákærudómstóll hafi verið kallaður saman. Slíkir dómstólar eru nokkurs konar kviðdómur sem tekur afstöðu til þess hvort að tilefni sé til að gefa út ákærur. Blaðið segir að það að saksóknarinn hafi kallað dómstólinn saman bendi bæði til þess að rannsóknin sé langt á veg komin og að saksóknarinn telji sig hafa fundið vísbendingar um glæp. Ekkert liggur þó fyrir um að saksóknarinn hyggist leggja mögulegar ákærur fyrir ákærudómstólinn. Hann gæti allt eins nýtt sér hann til að gefa út stefnur um gögn sem varða rannsóknina. Hvorki talsmenn saksóknarans né Trump-fyrirtækisins vildu tjá sig um málið við blaðið. Trump hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu og fullyrt að rannsóknir á sér eigi sér pólitískar rætur.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira