Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann Smári Jökull Jónsson skrifar 25. maí 2021 22:29 Hlynur Bæringsson í baráttu í leik gegn Grindavík. vísir/bára „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. „Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum. Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
„Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum.
Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00