Sævar Atli: Getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2021 22:01 Sævar Atli Magnússon hefur skorað fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH, 2-1, í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. „Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37