Sævar Atli: Getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2021 22:01 Sævar Atli Magnússon hefur skorað fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH, 2-1, í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. „Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
„Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37