Auglýsa aðstoð við styrkumsóknir í útvarpinu Snorri Másson skrifar 25. maí 2021 16:02 Langflest fyrirtæki sem fengið hafa tekjufallsstyrki reiddu sig verulega á ferðaþjónustu áður en faraldurinn skall á. En til þess að vera gjaldgengur fyrir styrkjum og lánum frá hinu opinbera þarf bókhaldið að vera upp á tíu, eins og endurskoðendur vita manna best. Vísir/Vilhelm „Á þitt fyrirtæki rétt á viðspyrnustyrk? Accountant.“ Svo hljóðar auglýsing sem glymur um ljósvakann um þessar mundir og ábyrgðaraðilinn er Accountant ehf. Þar er á ferð áminning frá bókhalds- og rekstrarráðgjafarfyrirtækinu til fjölda fólks sem kann að eiga rétt á viðspyrnustyrkjum íslenskra stjórnvalda. Óskar Sigurðsson er reynslumikill endurskoðandi og stofnaði Accountant árið 2002.Accountant ehf. Slíkir styrkir hafa boðist fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir 60% og nú jafnvel aðeins 40% tekjufalli á milli einstakra mánaða árin 2019 og 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Óskar Sigurðsson eigandi Accountant ehf. segir að um sé að ræða almenna auglýsingu til hugsanlegra viðskiptavina, þar sem þetta er einfaldlega nefnt sem eitt dæmi um þjónustu sem Accountant getur veitt. Af endurskoðandanum að dæma eru auglýsingar fyrirtækisins ekki til marks um að sérstakur bransi sé til orðinn í kringum aðstoð við umsóknir fyrirtækja um styrki, rétt eins og til er á sviði skaðabóta („Átt þú rétt á bótum?). Auglýsingin varpar frekar ljósi á að endurskoðendastétt hafi lagað sig að nýjum verkefnum fyrir viðskiptavini sína í óvenjulegu árferði. Hér er enda um að ræða risavaxna viðbót í verkahringinn: Ríkið hefur greitt 90 milljarða króna í fjölbreyttan stuðning vegna faraldursins síðustu mánuði. Undirmannaðar ríkisstofnanir Accountant hefur á liðnu ári aðstoðað fjölda fyrirtækja við að hafa bókhald sitt í lagi svo þau verði gjaldgeng fyrir úrræðum stjórnvalda á borð við tekjufallsstyrki, hlutabótaleið og stuðningslán. Þeir sem fara yfir umsóknirnar á vegum stjórnvalda líta til þess hver sendir þær inn, að sögn Óskars. „Þar skiptir máli að viðkomandi fyrirtæki sé að kaupa faglega þjónustu og að bókhaldið sé rétt fært með allar tölur réttar,“ segir Óskar. Misjafnt er hve torsóttir styrkirnir eru fyrir fyrirtæki í erfiðri stöðu en Óskar segir ljóst að ríkisskattstjóri og Vinnumálastofnun séu undirmannaðar stofnanir, sérstaklega miðað við ástandið núna. Úrræðin hafa orðið til þess að auka álagið mjög. Lítið um gjaldþrot Ferðaþjónustufyrirtækin sem fá þessa styrki eru allflest smá í sniðum, með 2-5 starfsmenn, en að sögn Óskars er ekki mikið um gjaldþrot hjá þessum fyrirtækjum. „Ekki hef ég tekið eftir því. Fyrirtækin fara frekar í frost en ekki þrot. Það myndi bara koma eftir að ástandinu lýkur,“ segir Óskar. Óskar vonast til þess að Accountant geti síðan farið að færa sig yfir í almenna bókhaldsvinnu nú eftir því sem faraldrinum léttir, en eins og gefur að skilja hafa fáir nýir almennir viðskiptavinir bæst við á tímabilinu. Endurskoðendur hafa sem sagt verið með nefið ofan í viðspyrnustyrkjum og stuðningslánum undanfarið ár en sjá nú fram á bjartari tíð með meira spennandi bókhaldsstærðum af ýmsum toga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 16,9 milljarðar í styrki vegna faraldursins Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki. 20. maí 2021 09:54 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þar er á ferð áminning frá bókhalds- og rekstrarráðgjafarfyrirtækinu til fjölda fólks sem kann að eiga rétt á viðspyrnustyrkjum íslenskra stjórnvalda. Óskar Sigurðsson er reynslumikill endurskoðandi og stofnaði Accountant árið 2002.Accountant ehf. Slíkir styrkir hafa boðist fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir 60% og nú jafnvel aðeins 40% tekjufalli á milli einstakra mánaða árin 2019 og 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Óskar Sigurðsson eigandi Accountant ehf. segir að um sé að ræða almenna auglýsingu til hugsanlegra viðskiptavina, þar sem þetta er einfaldlega nefnt sem eitt dæmi um þjónustu sem Accountant getur veitt. Af endurskoðandanum að dæma eru auglýsingar fyrirtækisins ekki til marks um að sérstakur bransi sé til orðinn í kringum aðstoð við umsóknir fyrirtækja um styrki, rétt eins og til er á sviði skaðabóta („Átt þú rétt á bótum?). Auglýsingin varpar frekar ljósi á að endurskoðendastétt hafi lagað sig að nýjum verkefnum fyrir viðskiptavini sína í óvenjulegu árferði. Hér er enda um að ræða risavaxna viðbót í verkahringinn: Ríkið hefur greitt 90 milljarða króna í fjölbreyttan stuðning vegna faraldursins síðustu mánuði. Undirmannaðar ríkisstofnanir Accountant hefur á liðnu ári aðstoðað fjölda fyrirtækja við að hafa bókhald sitt í lagi svo þau verði gjaldgeng fyrir úrræðum stjórnvalda á borð við tekjufallsstyrki, hlutabótaleið og stuðningslán. Þeir sem fara yfir umsóknirnar á vegum stjórnvalda líta til þess hver sendir þær inn, að sögn Óskars. „Þar skiptir máli að viðkomandi fyrirtæki sé að kaupa faglega þjónustu og að bókhaldið sé rétt fært með allar tölur réttar,“ segir Óskar. Misjafnt er hve torsóttir styrkirnir eru fyrir fyrirtæki í erfiðri stöðu en Óskar segir ljóst að ríkisskattstjóri og Vinnumálastofnun séu undirmannaðar stofnanir, sérstaklega miðað við ástandið núna. Úrræðin hafa orðið til þess að auka álagið mjög. Lítið um gjaldþrot Ferðaþjónustufyrirtækin sem fá þessa styrki eru allflest smá í sniðum, með 2-5 starfsmenn, en að sögn Óskars er ekki mikið um gjaldþrot hjá þessum fyrirtækjum. „Ekki hef ég tekið eftir því. Fyrirtækin fara frekar í frost en ekki þrot. Það myndi bara koma eftir að ástandinu lýkur,“ segir Óskar. Óskar vonast til þess að Accountant geti síðan farið að færa sig yfir í almenna bókhaldsvinnu nú eftir því sem faraldrinum léttir, en eins og gefur að skilja hafa fáir nýir almennir viðskiptavinir bæst við á tímabilinu. Endurskoðendur hafa sem sagt verið með nefið ofan í viðspyrnustyrkjum og stuðningslánum undanfarið ár en sjá nú fram á bjartari tíð með meira spennandi bókhaldsstærðum af ýmsum toga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 16,9 milljarðar í styrki vegna faraldursins Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki. 20. maí 2021 09:54 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
16,9 milljarðar í styrki vegna faraldursins Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki. 20. maí 2021 09:54
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58