Við hvað geta allir unnið? eða Hvar nýtist allt nám? Anna Sif Jónsdóttir skrifar 25. maí 2021 11:30 Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun