Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2021 10:12 Það fer ekki mikið fyrir Íslenska flugstéttafélaginu og litlar upplýsingar að finna um það. Vísir/Vilhelm Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum. Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum.
Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira