Vildum fá inn ferska fætur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. maí 2021 22:46 Jóhannes Karl var eðlilega ekki sáttur með 3-2 tap á heimavelli. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki sáttur í leikslok eftir 3-2 tap ÍA gegn Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en var þó ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. „Fyrri hálfleikurinn var okkur þokkalega erfiður. Við ætluðum að pressa þá og ekki leyfa þeim að spila sinn leik. Mér fannst það ganga alveg ágætlega en við vorum stundum klaufar að tapa boltanum inn á miðjunni og leyfðum þeim að sækja á okkur og þeir eru náttúrulega stórhættulegir í skyndisóknum líka og tæknilega góðir.“ Jóhannes Karl gerði heilar fimm breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn með leikstíl Breiðabliks í huga. „Við ákváðum að breyta aðeins frá því í síðasta leik og vildum fá inn ferska fætur til þess að að geta pressað þá og frábært hjá okkur að geta jafnað. Gerðum vel í seinni hálfleik að jafna en fengum svo á okkur klaufalegt mark sem er alltaf dýrt á móti Blikum.“ Þjálfarinn var á því að eftir þriðja mark Blika hefðu hans menn tekið svolítið yfir leikinn. „Við fórum í 4-3-3 og reyndum að keyra svolítið á þá en forskotið þeirra var kannski aðeins of mikið í stöðunni þrjú eitt, en það sem ég er virkilega ánægður með er karakterinn í strákunum. Við gefumst ekkert upp og vitum að við getum ógnað og skorað mörk. En auðvitað eru Blikarnir með frábært lið og gerðu vel í dag,“ sagði Jóhannes Karl að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 2-3 | Blikar sóttu þrjú stig upp á Skaga Flóðgáttirnar gáfu sig í síðari hálfleik upp á Skaga þar sem Breiðablik vann 3-2 sigur á heimamönnum í ÍA er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. 24. maí 2021 21:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var okkur þokkalega erfiður. Við ætluðum að pressa þá og ekki leyfa þeim að spila sinn leik. Mér fannst það ganga alveg ágætlega en við vorum stundum klaufar að tapa boltanum inn á miðjunni og leyfðum þeim að sækja á okkur og þeir eru náttúrulega stórhættulegir í skyndisóknum líka og tæknilega góðir.“ Jóhannes Karl gerði heilar fimm breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn með leikstíl Breiðabliks í huga. „Við ákváðum að breyta aðeins frá því í síðasta leik og vildum fá inn ferska fætur til þess að að geta pressað þá og frábært hjá okkur að geta jafnað. Gerðum vel í seinni hálfleik að jafna en fengum svo á okkur klaufalegt mark sem er alltaf dýrt á móti Blikum.“ Þjálfarinn var á því að eftir þriðja mark Blika hefðu hans menn tekið svolítið yfir leikinn. „Við fórum í 4-3-3 og reyndum að keyra svolítið á þá en forskotið þeirra var kannski aðeins of mikið í stöðunni þrjú eitt, en það sem ég er virkilega ánægður með er karakterinn í strákunum. Við gefumst ekkert upp og vitum að við getum ógnað og skorað mörk. En auðvitað eru Blikarnir með frábært lið og gerðu vel í dag,“ sagði Jóhannes Karl að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 2-3 | Blikar sóttu þrjú stig upp á Skaga Flóðgáttirnar gáfu sig í síðari hálfleik upp á Skaga þar sem Breiðablik vann 3-2 sigur á heimamönnum í ÍA er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. 24. maí 2021 21:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Breiðablik 2-3 | Blikar sóttu þrjú stig upp á Skaga Flóðgáttirnar gáfu sig í síðari hálfleik upp á Skaga þar sem Breiðablik vann 3-2 sigur á heimamönnum í ÍA er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. 24. maí 2021 21:15