Allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2021 22:00 Brynjar Gauti í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er eiginlega bara djöfulleg,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, eftir 1-0 tap liðsins fyrir KA í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Stjarnan leitar enn síns fyrsta sigurs í deildinni. „Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
„Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45