„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 13:10 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Heimir og Sigurður hafa safnað áheitum fyrir félagið með ferð sinni á Everest. Samsett Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig. „Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til. Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til.
Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23
Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46
Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07