Drífa stendur við yfirlýsingar sínar um kjör hjá Play Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 20:14 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir það rangt sem fram kemur í nýlegri yfirlýsingu Íslenska flugstéttarfélagsins, að samkvæmt kjarasamningi félagsins við flugfélagið Play séu grunnlaun flugliða um 350 þúsund krónur. Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira