Hannes Þór segist ekki svekktur yfir landsliðsvalinu Atli Arason skrifar 21. maí 2021 23:10 Hannes Þór hélt hreinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var létt í viðtali eftir nauman 1-0 sigur Vals á Leikni í Pepsi Max deildinni í kvöld. Valur skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins. „Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira