Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 16:04 Landsréttur dæmdi í dag úrskurð kærunefndar útlendingamála ógildan. Vísir/Vilhelm Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda. Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels