Gylfi klúðraði víti í kveðjuleik Agüero 23. maí 2021 16:55 Aguero lék sinn síðasta leik á Etihad-vellinum í litum Manchester City í dag. Getty Images/Michael Regan Manchester City lauk Englandsmeistaratímabili sínu með 5-0 stórsigri á Everton á Etihad-vellinum í Manchester-borg í dag. Ekki skemmdi fyrir að Sergio Agüero skoraði tvö mörk í síðasta heimaleik sínum fyrir félagið. Manchester City hafði þegar tryggt sér Englandsmeistaratitilinn fyrir þónokkru síðan en beið þess fram á lokadag að hefja bikarinn á loft. Liðið vildi eflaust enda tímabilið á sigri er Everton kom í heimsókn. Það byrjaði vel fyrir City þar sem Kevin De Bruyne kom liðinu í forystu eftir ellefu mínútna leik og þá lagði hann upp mark fyrir Brasilíumanninn Gabriel Jesus þremur mínútum síðar. Staðan 2-0 fyrir City þegar innan við stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson var að venju í byrjunarliði Everton og steig á vítapunktinn þegar Everton fékk vítaspyrnu á 37. mínútu. Það gekk þó ekki sem skyldi þar sem Ederson, markvörður City, varði spyrnu Gylfa. Landsliðsmanninum var svo skipt af velli á 57. mínútu leiksins. Agüero kvaddi með tveimur mörkum 2-0 var í hléi en Phil Foden kom City í þriggja marka forystu eftir átta mínútna leik í síðari hálfleik. Sergio Agüero kom inn á sem varamaður á 65. mínútu og skoraði fjórða mark City aðeins fimm mínútum síðar. Sá argentínski bætti öðru marki við fimm mínútum eftir það og breytti stöðunni í 5-0 sem urðu úrslit leiksins. Fín kveðjugjöf Agüero sem var að spila sinn síðasta leik fyrir þá heiðbláu á Etihad-vellinum en hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í lok júní. Hann mun mögulega leika einn leik enn fyrir félagið er City mætir Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar næstu helgi. Manchester City lyfti Englandsmeistaratitlinum í lok leiks en liðið lauk keppni með 86 stig á toppnum, 12 stigum á undan grönnum sínum í Manchester United í öðru sætinu. Enski boltinn
Manchester City lauk Englandsmeistaratímabili sínu með 5-0 stórsigri á Everton á Etihad-vellinum í Manchester-borg í dag. Ekki skemmdi fyrir að Sergio Agüero skoraði tvö mörk í síðasta heimaleik sínum fyrir félagið. Manchester City hafði þegar tryggt sér Englandsmeistaratitilinn fyrir þónokkru síðan en beið þess fram á lokadag að hefja bikarinn á loft. Liðið vildi eflaust enda tímabilið á sigri er Everton kom í heimsókn. Það byrjaði vel fyrir City þar sem Kevin De Bruyne kom liðinu í forystu eftir ellefu mínútna leik og þá lagði hann upp mark fyrir Brasilíumanninn Gabriel Jesus þremur mínútum síðar. Staðan 2-0 fyrir City þegar innan við stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson var að venju í byrjunarliði Everton og steig á vítapunktinn þegar Everton fékk vítaspyrnu á 37. mínútu. Það gekk þó ekki sem skyldi þar sem Ederson, markvörður City, varði spyrnu Gylfa. Landsliðsmanninum var svo skipt af velli á 57. mínútu leiksins. Agüero kvaddi með tveimur mörkum 2-0 var í hléi en Phil Foden kom City í þriggja marka forystu eftir átta mínútna leik í síðari hálfleik. Sergio Agüero kom inn á sem varamaður á 65. mínútu og skoraði fjórða mark City aðeins fimm mínútum síðar. Sá argentínski bætti öðru marki við fimm mínútum eftir það og breytti stöðunni í 5-0 sem urðu úrslit leiksins. Fín kveðjugjöf Agüero sem var að spila sinn síðasta leik fyrir þá heiðbláu á Etihad-vellinum en hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í lok júní. Hann mun mögulega leika einn leik enn fyrir félagið er City mætir Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar næstu helgi. Manchester City lyfti Englandsmeistaratitlinum í lok leiks en liðið lauk keppni með 86 stig á toppnum, 12 stigum á undan grönnum sínum í Manchester United í öðru sætinu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti