Umfjöllun og viðtöl: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum Andri Gíslason skrifar 22. maí 2021 17:55 Grétar Snær og félagar unnu góðan sigur í Kaplakrika. FH-ingar fengu KR í heimsókn á Kaplakrikavöll fyrr í dag og enduðu leikar með 2-0 sigri gestanna í baráttuleik. Mikill vindur var á vellinum sem gerði mönnum erfitt fyrir og var lítið um flotta spilamennsku en meira af löngum boltum. KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og uppskáru mark eftir einungis 8 mínútur. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Ægi Jarli Jónassyni sem stýrði boltanum í netið framhjá Gunnari í marki FH. Eftir þetta voru FH-ingar talsvert meira með boltann en áttu erfitt með að skapa sér marktækifæri. Á 30.mínútu fékk Matthías Vilhjálmsson besta færi FH-inga í fyrri hálfleik en skot hans endaði í varnarmanni og aftur fyrir. FH-ingar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik en voru ansi hugmyndasnauðir þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins. Á 53.mínútu kemst Kjartan Henry inn í vítateig FH-inga en Guðmundur Kristjánsson brýtur á honum og vítaspyrna dæmd. Á punktinn steig reynsluboltinn Pálmi Rafn Pálmason og setti boltann framhjá Gunnari Nielsen. KR-ingar færðu sig aftar á völlinn eftir vítaspyrnuna og leyfðu FH-ingum að vera með boltann sem voru lítið að skapa sér góð marktækifæri. Mikið var um skot fyrir utan teig en flest þeirra enduðu hátt yfir markið. Lengra komust FH-ingar ekki og 2-0 sigur KR-inga staðreynd. Eftir þennan leik eru FH-ingar í 4.sæti með 10 stig en KR-ingar hoppa upp í 6.sæti og eru með 7 stig. Af hverju vann KR? Eins klisjukennt og það hljómar þá skoruðu KR-ingar tvö mörk en FH ekki neitt. Varnarleikur KR var til fyrirmyndar og gerðu þeir FH-ingum erfitt fyrir að skapa sér góð færi. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlína KR fær þennan titil. Svo sem enginn sem átti einhvern stórleik en öguð frammistaða KR-inga færði þeim þennan sigur í dag. Hvað gekk illa? Eins og komið var inn á var mikill vindur á vellinum og bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan liðs síns. FH-ingar voru hugmyndasnauðir fyrir framan markið og var mikið af lélegum skotum utan teigs sem voru aldrei líkleg til árangurs. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eiga leik næstkomandi þriðjudag. KR-ingar fá HK í heimsókn í Frostaskjólið en FH-ingar gera sér ferð í Breiðholtið og mæta nýliðum Leiknis. Logi: Við reyndum að finna leiðir en það gekk ekki upp Logi Ólafsson, þjálfari FH var að vonum svekktur eftir leikinn gegn KR í dag. „Mér fannst við vera daufir í byrjun leiks. Við höfum yfirleitt byrjað þessa leiki sem búnir eru af krafti en gerðum það ekki í dag og vorum frekar hægir en svo komum við okkur inn í leikinn og vörðumst virkilega vel. Við vorum mikið með boltann frá miðjum fyrri hálfleik og fengum gott færi þegar Matthías skýtur boltanum í hausinn á Kennie Chopart. Síðan í seinni hálfleik þegar við fáum á okkur þetta víti verður þetta erfiður róður. KR-ingar vörðust vel og við vorum að reyna að finna leiðir sem bara gekk ekki.“ FH-ingar misstu bæði Guðmann Þórisson og Eggert Gunnþór Jónsson af velli vegna meiðsla eftir einungis 20 mínútna leik. „Við tókum áhættu og gerðum það vegna þess að við höfum fimm skiptingar en hefðum ekki gert það ef þær hefðu verið þrjár eins og áður fyrr. Þetta eru hvorug tveggja þýðingarmiklir menn í liðinu og það munar um minna. Við erum að reyna að koma Birni Daníel inn í þetta eftir löng meiðsli. Það er ekkert að þeim sem komu inn á en hinir eru ansi þýðingarmiklir.“ Byrjunin á þessu Pepsi-max móti hefur verið ansi skemmtileg og mörg lið sem ætla sér að blanda sér í toppbarátttuna. „Það eru lið þarna sem eru að gera mun betur en upphaflega var á litið t.d. KA og Víkingur. Okkur hefur gengið vel og svo eru fleiri lið að koma að aftan þannig það er ljóst að þetta verður spennandi. Nú fáum við tvo daga til að gera okkur klára fyrir næsta leik, við missum tvo af velli í dag en við eigum unga og efnilega pilta sem geta tekið við starfinu og ég treysti þeim 100%.“ Matthías: KR-ingar unnu þetta sanngjarnt Matthías Vilhjálmsson, framherji FH-inga var ekki sáttur með frammistöðu liðsins á Kaplakrikavelli í dag. „Mér fannst við ekki byrja nógu vel. Við vorum ekki á tánum og langt frá mönnum fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo skora þeir eftir hornspyrnu og eftir það erum við bara að reyna að brjóta niður varnarmúrinn og fáum marga möguleika á síðasta þriðjungnum til að skapa eitthvað en gerðum það ekki að neinu ráði. Mér fannst KR-ingar vinna þetta sanngjarnt.“ FH-ingar byrjuðu leikinn ekki vel og fá á sig mark snemma úr hornspyrnu. „Byrjunin var vonbrigði. Að spila svona stórleik og vera ekki klárir er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta leik.“ Töluverður vindur var á annað markið og bætti vel í vindinn í síðari hálfleik. „Við getum ekki verið að afsaka okkur með því. Við búum á Íslandi og erum vanir þessu þannig við hefðum getað spilað boltanum meira með jörðinni í staðinn fyrir að vera mikið í löngu boltunum. KR-ingar voru bara sniðugir og lokuðu vel á okkur þannig við náðum ekki að brjóta þá niður.“ Eftir langa fjarveru úr deildinni er Matthías spenntur fyrir komandi tímabili og líst honum vel á það sem komið er. „Það er rosalega gaman. Þetta er krefjandi og skemmtileg áskorun og gaman að spila með vinunum. Þetta er bara rétt að byrja en fyrstu kynni eru góð.“ Rúnar: Gerðum það sem við þurftum til að vinna leikinn Rúnar Kristinsson var ánægður með frammistöðu síns liðs þegar KR-ingar unnu FH á Kaplakrikavelli í dag. „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“ Pepsi Max-deild karla FH KR
FH-ingar fengu KR í heimsókn á Kaplakrikavöll fyrr í dag og enduðu leikar með 2-0 sigri gestanna í baráttuleik. Mikill vindur var á vellinum sem gerði mönnum erfitt fyrir og var lítið um flotta spilamennsku en meira af löngum boltum. KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og uppskáru mark eftir einungis 8 mínútur. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Ægi Jarli Jónassyni sem stýrði boltanum í netið framhjá Gunnari í marki FH. Eftir þetta voru FH-ingar talsvert meira með boltann en áttu erfitt með að skapa sér marktækifæri. Á 30.mínútu fékk Matthías Vilhjálmsson besta færi FH-inga í fyrri hálfleik en skot hans endaði í varnarmanni og aftur fyrir. FH-ingar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik en voru ansi hugmyndasnauðir þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins. Á 53.mínútu kemst Kjartan Henry inn í vítateig FH-inga en Guðmundur Kristjánsson brýtur á honum og vítaspyrna dæmd. Á punktinn steig reynsluboltinn Pálmi Rafn Pálmason og setti boltann framhjá Gunnari Nielsen. KR-ingar færðu sig aftar á völlinn eftir vítaspyrnuna og leyfðu FH-ingum að vera með boltann sem voru lítið að skapa sér góð marktækifæri. Mikið var um skot fyrir utan teig en flest þeirra enduðu hátt yfir markið. Lengra komust FH-ingar ekki og 2-0 sigur KR-inga staðreynd. Eftir þennan leik eru FH-ingar í 4.sæti með 10 stig en KR-ingar hoppa upp í 6.sæti og eru með 7 stig. Af hverju vann KR? Eins klisjukennt og það hljómar þá skoruðu KR-ingar tvö mörk en FH ekki neitt. Varnarleikur KR var til fyrirmyndar og gerðu þeir FH-ingum erfitt fyrir að skapa sér góð færi. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlína KR fær þennan titil. Svo sem enginn sem átti einhvern stórleik en öguð frammistaða KR-inga færði þeim þennan sigur í dag. Hvað gekk illa? Eins og komið var inn á var mikill vindur á vellinum og bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan liðs síns. FH-ingar voru hugmyndasnauðir fyrir framan markið og var mikið af lélegum skotum utan teigs sem voru aldrei líkleg til árangurs. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eiga leik næstkomandi þriðjudag. KR-ingar fá HK í heimsókn í Frostaskjólið en FH-ingar gera sér ferð í Breiðholtið og mæta nýliðum Leiknis. Logi: Við reyndum að finna leiðir en það gekk ekki upp Logi Ólafsson, þjálfari FH var að vonum svekktur eftir leikinn gegn KR í dag. „Mér fannst við vera daufir í byrjun leiks. Við höfum yfirleitt byrjað þessa leiki sem búnir eru af krafti en gerðum það ekki í dag og vorum frekar hægir en svo komum við okkur inn í leikinn og vörðumst virkilega vel. Við vorum mikið með boltann frá miðjum fyrri hálfleik og fengum gott færi þegar Matthías skýtur boltanum í hausinn á Kennie Chopart. Síðan í seinni hálfleik þegar við fáum á okkur þetta víti verður þetta erfiður róður. KR-ingar vörðust vel og við vorum að reyna að finna leiðir sem bara gekk ekki.“ FH-ingar misstu bæði Guðmann Þórisson og Eggert Gunnþór Jónsson af velli vegna meiðsla eftir einungis 20 mínútna leik. „Við tókum áhættu og gerðum það vegna þess að við höfum fimm skiptingar en hefðum ekki gert það ef þær hefðu verið þrjár eins og áður fyrr. Þetta eru hvorug tveggja þýðingarmiklir menn í liðinu og það munar um minna. Við erum að reyna að koma Birni Daníel inn í þetta eftir löng meiðsli. Það er ekkert að þeim sem komu inn á en hinir eru ansi þýðingarmiklir.“ Byrjunin á þessu Pepsi-max móti hefur verið ansi skemmtileg og mörg lið sem ætla sér að blanda sér í toppbarátttuna. „Það eru lið þarna sem eru að gera mun betur en upphaflega var á litið t.d. KA og Víkingur. Okkur hefur gengið vel og svo eru fleiri lið að koma að aftan þannig það er ljóst að þetta verður spennandi. Nú fáum við tvo daga til að gera okkur klára fyrir næsta leik, við missum tvo af velli í dag en við eigum unga og efnilega pilta sem geta tekið við starfinu og ég treysti þeim 100%.“ Matthías: KR-ingar unnu þetta sanngjarnt Matthías Vilhjálmsson, framherji FH-inga var ekki sáttur með frammistöðu liðsins á Kaplakrikavelli í dag. „Mér fannst við ekki byrja nógu vel. Við vorum ekki á tánum og langt frá mönnum fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo skora þeir eftir hornspyrnu og eftir það erum við bara að reyna að brjóta niður varnarmúrinn og fáum marga möguleika á síðasta þriðjungnum til að skapa eitthvað en gerðum það ekki að neinu ráði. Mér fannst KR-ingar vinna þetta sanngjarnt.“ FH-ingar byrjuðu leikinn ekki vel og fá á sig mark snemma úr hornspyrnu. „Byrjunin var vonbrigði. Að spila svona stórleik og vera ekki klárir er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta leik.“ Töluverður vindur var á annað markið og bætti vel í vindinn í síðari hálfleik. „Við getum ekki verið að afsaka okkur með því. Við búum á Íslandi og erum vanir þessu þannig við hefðum getað spilað boltanum meira með jörðinni í staðinn fyrir að vera mikið í löngu boltunum. KR-ingar voru bara sniðugir og lokuðu vel á okkur þannig við náðum ekki að brjóta þá niður.“ Eftir langa fjarveru úr deildinni er Matthías spenntur fyrir komandi tímabili og líst honum vel á það sem komið er. „Það er rosalega gaman. Þetta er krefjandi og skemmtileg áskorun og gaman að spila með vinunum. Þetta er bara rétt að byrja en fyrstu kynni eru góð.“ Rúnar: Gerðum það sem við þurftum til að vinna leikinn Rúnar Kristinsson var ánægður með frammistöðu síns liðs þegar KR-ingar unnu FH á Kaplakrikavelli í dag. „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti