Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 14:20 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. Blaðamenn segjast hafa heyrt skotum hleypt af í skóginum í dag en lögreglan hefur varist allra fegna. Conings hafði skilið bíl sinn eftir nærri skóginum. Í bílnum hafði hann komið fyrir handsprengju sem hann hafði tengt við hurðar bílsins, svo ef þær yrðu opnaðar myndi handsprengjan springa. Í bílnum fannst líka mikið magn vopna. Het Nieuwsblad segir lögregluna vera með gífurlegan viðbúnað í þjóðgarðinum og annarsstaðar í Belgíu, þar sem Conings skildi eftir tvö bréf til kærustu sinnar þar sem hann er sagður hafa hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar, og gefið í skyn að hann gæti gert árás á önnur skotmörk sín. Sjá einnig: Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Van Ranst hefur verið fluttur í öruggt skjól, ásamt fjölskyldu sinni. Conings er 46 ára gamall og hefur verið í belgíska hernum frá 1992. Hann hefur viðamikla reynslu en hefur undanfarið ítrekað verið ávíttur fyrir rasisma og ofbeldisfulla hegðun. Belgískir þingmenn hafa í dag lýst yfir furðu sinni á því að hermaður sem hafi mögulega verið undir eftirlit vegna hegðunar sinnar hafi getað keyrt úr herstöð í bíl hlöðnum vopnum. Varnarmálaráðherra Belgíu hét því í dag að gripið yrði til aðgerða gegn öfgamönnum í her Belgíu. Vitað sé um um þrjátíu hermenn sem taldir séu vera hægri sinnaðir öfgamenn. Þjóðgarðurinn þar sem Conings er talinn í felum liggur nærri Hollandi og þeim megin við landamærunum eru yfirvöld einnig með mikinn viðbúnað, því óttast er að hann geti flúið þangað. Sérsveitir lögreglunnar í Hollandi eru meðal annars sagðar vakta landamærin. Belgía Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Blaðamenn segjast hafa heyrt skotum hleypt af í skóginum í dag en lögreglan hefur varist allra fegna. Conings hafði skilið bíl sinn eftir nærri skóginum. Í bílnum hafði hann komið fyrir handsprengju sem hann hafði tengt við hurðar bílsins, svo ef þær yrðu opnaðar myndi handsprengjan springa. Í bílnum fannst líka mikið magn vopna. Het Nieuwsblad segir lögregluna vera með gífurlegan viðbúnað í þjóðgarðinum og annarsstaðar í Belgíu, þar sem Conings skildi eftir tvö bréf til kærustu sinnar þar sem hann er sagður hafa hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar, og gefið í skyn að hann gæti gert árás á önnur skotmörk sín. Sjá einnig: Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Van Ranst hefur verið fluttur í öruggt skjól, ásamt fjölskyldu sinni. Conings er 46 ára gamall og hefur verið í belgíska hernum frá 1992. Hann hefur viðamikla reynslu en hefur undanfarið ítrekað verið ávíttur fyrir rasisma og ofbeldisfulla hegðun. Belgískir þingmenn hafa í dag lýst yfir furðu sinni á því að hermaður sem hafi mögulega verið undir eftirlit vegna hegðunar sinnar hafi getað keyrt úr herstöð í bíl hlöðnum vopnum. Varnarmálaráðherra Belgíu hét því í dag að gripið yrði til aðgerða gegn öfgamönnum í her Belgíu. Vitað sé um um þrjátíu hermenn sem taldir séu vera hægri sinnaðir öfgamenn. Þjóðgarðurinn þar sem Conings er talinn í felum liggur nærri Hollandi og þeim megin við landamærunum eru yfirvöld einnig með mikinn viðbúnað, því óttast er að hann geti flúið þangað. Sérsveitir lögreglunnar í Hollandi eru meðal annars sagðar vakta landamærin.
Belgía Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira