Fólk, fyrirtæki og húsnæðiskostnaður Guðný Hjaltadóttir skrifar 19. maí 2021 15:01 Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar