„Það er alveg magnað hvað enginn kippir sér upp við það að 6 ára barn segist vilja deyja” Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:30 Þessi fyrirsögn er brot úr umræðu á fésbókarsíðunni ”Sagan okkar” þar sem fólki gefst tækifæri til þess að segja frá sinni reynslu úr skólakerfinu. Þetta var svar einstaklings við sögu foreldris sem segir: „Barnið var 6 ára þegar það sagðist fyrst vilja deyja. Enn í dag fáum við að heyra að barnið sé rosa glatt og duglegt í skólanum og þarf lítið að hafa fyrir því en svo kemur sama barn heim reitt og æst, missir stjórn á sér því úthaldið er bara alveg búið og talar mikið um að vilja deyja og óskar þess að vera ekki til.” Því miður er þetta algeng líðan barna með sérþarfir: „Það kom að því að barnið var búið á því. Vildi taka sitt eigið líf og endaði í bráðainnlögn á BUGL. Það var samt ekki nóg til að fá viðeigandi aðstoð í skólanum” „Kvíðinn byrjar að láta á sér kræla strax á sunnudagsmorgni og magnast bara upp eftir því sem líður á daginn, þar til þetta síðasta fríkvöld endar í drama og látum. "Það hlustar enginn á mig þar." "Þeim er alveg sama um krakkana." "Mig langar að deyja." Hún er 9 ára.” „Ég á barn sem óskaði sér þess að deyja þegar það var í fyrsta bekk. Ég tók hann úr skólanum þar sem skilningsleysið var algert á þeim tíma” Á mörgum heimilum snúast sunnudagarnir um að hughreysta barn sem grætur stjórnlaust af ótta og kvíða við næstu skólaviku: „Barnið okkar er svo brotið eftir skóla án aðgreiningar. Situr inn í bekk með enga aðstoð og hlustar á tónlist í símanum, kemur engu i verk og er með svo mikinn kvíða að suma sunnudaga grætur það bara.” „Nú er sunnudagskvöld og dóttir mín liggur uppi í rúmi með móður sinni. Það er komið að henni að taka við holskeflunni. Dóttur mína langar ekki í skólann, svo hún öskrar og rökræðir og reynir að semja. Ef hún sofnar fyrir 11 í kvöld er það vel sloppið. Eftir miðnætti er ekkert ólíklegt. Bara venjulegt sunnudagskvöld hér” Vonleysið og varnarleysið í kringum þessi börn er algjört: „Var brugðið á það ráð að taka hana með valdi úr bílnum af kennaranum hennar, og hún var sturluð af hræðslu, grét og náði ekki andanum” „Úrræði voru engin. Engin þekking til að hjálpa barninu...engin ráð nema að okkur var sagt að láta barnið mæta í skólann. Með valdi. Það er skólaskylda.” Fyrir börn í þessari stöðu er ekkert annað í boði en að þrauka: „Í efri bekkjum grunnskóla fékk hann kennara sem sagði okkur hreinlega að hann hefði því miður ekki nægan tíma fyrir hann og að honum þætti það mjög leitt. Það er samt hrikalegt að þurfa að segja við barnið sitt að það þurfi bara að þrauka grunnskólann (10ár!)” Vanræksla vegna þekkingarleysis á sér ýmsar birtingarmyndir innan skólakerfisins: „átti leið framhjá skóla barnsins á sama tíma og frímínútur voru. Fann barnið hágrátandi á sokkunum, í kuldabuxum (komið fram í nóvember) í engri úlpu, við hurðina að þeirra stofum. Kom í ljós að þetta var víst reglulegur viðburður, að barninu var líkamlega hent út, óklæddu og hágrátandi, því það var of lengi að klæða sig. Það réði ekki við lætin í 40+ börnum í mjög litlu rými og náði því ekki að klæða sig. Stuðningsfulltrúinn sem þurfti að mæta út í gæslu og hafði ekki tíma og kunnáttu til að sinna barninu, henti því þá bara út í því ástandi sem það var” Í gær fékk ég svo símtal þar sem mér var sagt frá barni sem hefur verið einangrað frá öðrum börnum í allan vetur vegna þess að það missir stjórn á sér í erfiðum aðstæðum. Þetta eru úrræði starfsfólksins sem hefur ekki fagþekkinguna til þess að mæta barninu. Barnið er haft eins og „fangi í einangrun” alla daga. Hvað ætli þurfi mikið að ganga á svo samfélagið vakni? Á bak við allar þessar sögur eru litlir sprellifandi einstaklingar sem þrá ekkert annað en frið í litla hjartað sitt. Þeir óska þess að vera hluti af samfélaginu og fá að tilheyra. En það er ekki rými. Það er ekki rými fyrir þá sem passa ekki inn í kassann og kassinn byrjar að skemma sjálfsmynd litlu einstaklinganna. Litlu einstaklingarnir fara að óska sér þess að veröld þeirra minnki. Að veröldin innihaldi einungis nánasta fólkið þeirra. Fólkið sem stendur þétt við bakið á þeim, kemur til móts við þarfir þeirra og elskar þá eins og þeir eru. Þessi börn eru annars dásamleg. Þau eru frjó í hugsun og með mikinn drifkraft. Þetta eru iðulega mjög skapandi einstkalingar sem geta skarað langt fram úr í lífinu ef þeir fá það utanumhald sem þeir þurfa fyrstu árin. Þetta eru einstaklingar sem eru sérfræðingar í að hugsa út fyrir þennan kassa sem samfélagið reynir að troða þeim í. Þetta eru einstaklingar sem samfélagið þarf raunverulega á að halda. Hvernig væri að við hugsuðum betur um þessa litlu einstaklinga? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er brot úr umræðu á fésbókarsíðunni ”Sagan okkar” þar sem fólki gefst tækifæri til þess að segja frá sinni reynslu úr skólakerfinu. Þetta var svar einstaklings við sögu foreldris sem segir: „Barnið var 6 ára þegar það sagðist fyrst vilja deyja. Enn í dag fáum við að heyra að barnið sé rosa glatt og duglegt í skólanum og þarf lítið að hafa fyrir því en svo kemur sama barn heim reitt og æst, missir stjórn á sér því úthaldið er bara alveg búið og talar mikið um að vilja deyja og óskar þess að vera ekki til.” Því miður er þetta algeng líðan barna með sérþarfir: „Það kom að því að barnið var búið á því. Vildi taka sitt eigið líf og endaði í bráðainnlögn á BUGL. Það var samt ekki nóg til að fá viðeigandi aðstoð í skólanum” „Kvíðinn byrjar að láta á sér kræla strax á sunnudagsmorgni og magnast bara upp eftir því sem líður á daginn, þar til þetta síðasta fríkvöld endar í drama og látum. "Það hlustar enginn á mig þar." "Þeim er alveg sama um krakkana." "Mig langar að deyja." Hún er 9 ára.” „Ég á barn sem óskaði sér þess að deyja þegar það var í fyrsta bekk. Ég tók hann úr skólanum þar sem skilningsleysið var algert á þeim tíma” Á mörgum heimilum snúast sunnudagarnir um að hughreysta barn sem grætur stjórnlaust af ótta og kvíða við næstu skólaviku: „Barnið okkar er svo brotið eftir skóla án aðgreiningar. Situr inn í bekk með enga aðstoð og hlustar á tónlist í símanum, kemur engu i verk og er með svo mikinn kvíða að suma sunnudaga grætur það bara.” „Nú er sunnudagskvöld og dóttir mín liggur uppi í rúmi með móður sinni. Það er komið að henni að taka við holskeflunni. Dóttur mína langar ekki í skólann, svo hún öskrar og rökræðir og reynir að semja. Ef hún sofnar fyrir 11 í kvöld er það vel sloppið. Eftir miðnætti er ekkert ólíklegt. Bara venjulegt sunnudagskvöld hér” Vonleysið og varnarleysið í kringum þessi börn er algjört: „Var brugðið á það ráð að taka hana með valdi úr bílnum af kennaranum hennar, og hún var sturluð af hræðslu, grét og náði ekki andanum” „Úrræði voru engin. Engin þekking til að hjálpa barninu...engin ráð nema að okkur var sagt að láta barnið mæta í skólann. Með valdi. Það er skólaskylda.” Fyrir börn í þessari stöðu er ekkert annað í boði en að þrauka: „Í efri bekkjum grunnskóla fékk hann kennara sem sagði okkur hreinlega að hann hefði því miður ekki nægan tíma fyrir hann og að honum þætti það mjög leitt. Það er samt hrikalegt að þurfa að segja við barnið sitt að það þurfi bara að þrauka grunnskólann (10ár!)” Vanræksla vegna þekkingarleysis á sér ýmsar birtingarmyndir innan skólakerfisins: „átti leið framhjá skóla barnsins á sama tíma og frímínútur voru. Fann barnið hágrátandi á sokkunum, í kuldabuxum (komið fram í nóvember) í engri úlpu, við hurðina að þeirra stofum. Kom í ljós að þetta var víst reglulegur viðburður, að barninu var líkamlega hent út, óklæddu og hágrátandi, því það var of lengi að klæða sig. Það réði ekki við lætin í 40+ börnum í mjög litlu rými og náði því ekki að klæða sig. Stuðningsfulltrúinn sem þurfti að mæta út í gæslu og hafði ekki tíma og kunnáttu til að sinna barninu, henti því þá bara út í því ástandi sem það var” Í gær fékk ég svo símtal þar sem mér var sagt frá barni sem hefur verið einangrað frá öðrum börnum í allan vetur vegna þess að það missir stjórn á sér í erfiðum aðstæðum. Þetta eru úrræði starfsfólksins sem hefur ekki fagþekkinguna til þess að mæta barninu. Barnið er haft eins og „fangi í einangrun” alla daga. Hvað ætli þurfi mikið að ganga á svo samfélagið vakni? Á bak við allar þessar sögur eru litlir sprellifandi einstaklingar sem þrá ekkert annað en frið í litla hjartað sitt. Þeir óska þess að vera hluti af samfélaginu og fá að tilheyra. En það er ekki rými. Það er ekki rými fyrir þá sem passa ekki inn í kassann og kassinn byrjar að skemma sjálfsmynd litlu einstaklinganna. Litlu einstaklingarnir fara að óska sér þess að veröld þeirra minnki. Að veröldin innihaldi einungis nánasta fólkið þeirra. Fólkið sem stendur þétt við bakið á þeim, kemur til móts við þarfir þeirra og elskar þá eins og þeir eru. Þessi börn eru annars dásamleg. Þau eru frjó í hugsun og með mikinn drifkraft. Þetta eru iðulega mjög skapandi einstkalingar sem geta skarað langt fram úr í lífinu ef þeir fá það utanumhald sem þeir þurfa fyrstu árin. Þetta eru einstaklingar sem eru sérfræðingar í að hugsa út fyrir þennan kassa sem samfélagið reynir að troða þeim í. Þetta eru einstaklingar sem samfélagið þarf raunverulega á að halda. Hvernig væri að við hugsuðum betur um þessa litlu einstaklinga? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar