„Ef það á alltaf að gefa skít í okkur þá mun afreksfólkið hverfa“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 09:00 Sveinbjörn Iura hefur unnið að því hörðum höndum að komast á Ólympíuleikana en draumurinn varð afar fjarlægur þegar hann veiktist af kórónuveirunni. Instagram@sjiura „Það er greinilega hægt að gera undanþágu fyrir ákveðna aðila. Ég er ekki að gera lítið úr Eurovision eða Eurovision-hópnum, en fyrst að þessi hópur fékk undanþágu til bólusetningar af hverju er ekki hægt að veita hana fyrir afreksíþróttafólk?“ Að þessu spyr júdókappinn Sveinbjörn Iura. Eftir áralanga, þrotlausa vinnu hans til þess að fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar var sá draumur svo gott sem fyrir bí þegar hann veiktist af kórónuveirunni í Tyrklandi í byrjun apríl. Sveinbjörn er enn að jafna sig vegna veikindanna og þriggja vikna veru í einangrun á hótelherbergi. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem kominn er með farseðilinn á Ólympíuleikana sem hefjast eftir tvo mánuði. Sveinbjörn er einn örfárra Íslendinga sem áttu raunhæfa möguleika á að fylgja Antoni en til þess þarf íþróttafólkið að keppa á alþjóðlegum mótum erlendis svo það geti safnað stigum á heimslista. Það er sérstaklega nauðsynlegt í júdóíþróttinni en sömuleiðis sérstaklega vandasamt á tímum kórónuveirufaraldursins. Engin undanþága fyrir þau sem stefndu á Ólympíuleikana Sveinbjörn óttast að félagar sínir úr fremstu röð íslensks íþróttafólks í einstaklingsgreinum lendi í því sama og hann, að veikjast nú þegar komið er að úrslitastundu í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum. Hann furðar sig því á því sama og ÍSÍ gerði í gær, að ekki hafi enn verið veitt undanþága til bólusetningar fyrir einn einasta íþróttamann hér á landi nú þegar í ljós er komið að hægt var að veita undanþágu fyrir Eurovision-hóp Íslendinga. „Við erum örfá sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og nokkur eru erlendis einmitt til þess núna, ekki bólusett. Ég get nefnt Guðna Val [Guðnason] og Guðbjörgu [Jónu Bjarnadóttur] í frjálsum, og sundfólkið sem nú er á EM, sem eru í þessari baráttu en gætu helst úr lestinni ef þau lenda í því sama og ég,“ segir Sveinbjörn. „Við erum að keppa fyrir Íslands hönd og erum stolt af því, eins og Eurovision-fólkið okkar. Við þurfum að eiga afreksfólk en það er bara þannig að ef það á alltaf að gefa skít í okkur þá mun afreksfólkið hverfa með tímanum. Það er svo mikilvægt fyrir íþróttir að eiga sterkar fyrirmyndir sem hvetja krakka áfram og það þarf að styðja við þetta fólk,“ segir Sveinbjörn. Kannski verið hægt að koma í veg fyrir að ég veiktist Hann hefur lagt allt í sölurnar til að komast á Ólympíuleikana með þann draum í huga að keppa þar á stærsta sviði íþróttanna, í landinu sem faðir hans er frá. „Við erum búin að vinna að þessu í fjögur ár, og reyndar lengur, á hverjum degi. Tvær æfingar á dag. Það er full vinna að æfa og keppa á þessu stigi. Þess vegna er sárt að sjá að hægt sé að veita undanþágu núna þegar hún hefur ekki verið veitt fyrir okkur íþróttafólkið. Kannski hefði verið hægt að komast hjá því að ég veiktist. ÍSÍ vissi til dæmis alveg að ég sem júdómaður þyrfti að vera á ferð og flugi til að keppa á mótum og safna stigum inn á Ólympíuleikana,“ segir Sveinbjörn sem var á góðri uppleið á heimslistanum þegar hann veiktist. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Gat varla skokkað og tekið mikið á andlega Eins og fyrr segir veiktist Sveinbjörn í Tyrklandi í byrjun apríl og hann er enn að ná upp fullum styrk eftir að hafa neyðst til að verja þremur vikum í einangrun: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ segir Sveinbjörn. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara,“ segir Sveinbjörn sem missti af þremur afar mikilvægum mótum en veikindin höfðu mun meiri afleiðingar en það. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) „Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð.“ Síðasti séns er á HM Þrátt fyrir allt ætlar Sveinbjörn að keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur. Það er síðasti séns fyrir hann til að komast á Ólympíuleikana, en möguleikinn væri vissulega mikið betri ef hann hefði ekki veikst. „Ég fer „kaldur“ inn í HM. Reynsla mín mun hjálpa mér og þó að ég sé ekki í mínu besta líkamlega formi þá ætla ég út til að gera góða hluti. Þetta er síðasti möguleikinn fyrir mig, en ég þyrfti sennilega að lenda í 3. sæti eða eitthvað. Það er alveg hægt en það er gríðarlega erfitt.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ Sjá meira
Að þessu spyr júdókappinn Sveinbjörn Iura. Eftir áralanga, þrotlausa vinnu hans til þess að fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar var sá draumur svo gott sem fyrir bí þegar hann veiktist af kórónuveirunni í Tyrklandi í byrjun apríl. Sveinbjörn er enn að jafna sig vegna veikindanna og þriggja vikna veru í einangrun á hótelherbergi. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem kominn er með farseðilinn á Ólympíuleikana sem hefjast eftir tvo mánuði. Sveinbjörn er einn örfárra Íslendinga sem áttu raunhæfa möguleika á að fylgja Antoni en til þess þarf íþróttafólkið að keppa á alþjóðlegum mótum erlendis svo það geti safnað stigum á heimslista. Það er sérstaklega nauðsynlegt í júdóíþróttinni en sömuleiðis sérstaklega vandasamt á tímum kórónuveirufaraldursins. Engin undanþága fyrir þau sem stefndu á Ólympíuleikana Sveinbjörn óttast að félagar sínir úr fremstu röð íslensks íþróttafólks í einstaklingsgreinum lendi í því sama og hann, að veikjast nú þegar komið er að úrslitastundu í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum. Hann furðar sig því á því sama og ÍSÍ gerði í gær, að ekki hafi enn verið veitt undanþága til bólusetningar fyrir einn einasta íþróttamann hér á landi nú þegar í ljós er komið að hægt var að veita undanþágu fyrir Eurovision-hóp Íslendinga. „Við erum örfá sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og nokkur eru erlendis einmitt til þess núna, ekki bólusett. Ég get nefnt Guðna Val [Guðnason] og Guðbjörgu [Jónu Bjarnadóttur] í frjálsum, og sundfólkið sem nú er á EM, sem eru í þessari baráttu en gætu helst úr lestinni ef þau lenda í því sama og ég,“ segir Sveinbjörn. „Við erum að keppa fyrir Íslands hönd og erum stolt af því, eins og Eurovision-fólkið okkar. Við þurfum að eiga afreksfólk en það er bara þannig að ef það á alltaf að gefa skít í okkur þá mun afreksfólkið hverfa með tímanum. Það er svo mikilvægt fyrir íþróttir að eiga sterkar fyrirmyndir sem hvetja krakka áfram og það þarf að styðja við þetta fólk,“ segir Sveinbjörn. Kannski verið hægt að koma í veg fyrir að ég veiktist Hann hefur lagt allt í sölurnar til að komast á Ólympíuleikana með þann draum í huga að keppa þar á stærsta sviði íþróttanna, í landinu sem faðir hans er frá. „Við erum búin að vinna að þessu í fjögur ár, og reyndar lengur, á hverjum degi. Tvær æfingar á dag. Það er full vinna að æfa og keppa á þessu stigi. Þess vegna er sárt að sjá að hægt sé að veita undanþágu núna þegar hún hefur ekki verið veitt fyrir okkur íþróttafólkið. Kannski hefði verið hægt að komast hjá því að ég veiktist. ÍSÍ vissi til dæmis alveg að ég sem júdómaður þyrfti að vera á ferð og flugi til að keppa á mótum og safna stigum inn á Ólympíuleikana,“ segir Sveinbjörn sem var á góðri uppleið á heimslistanum þegar hann veiktist. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Gat varla skokkað og tekið mikið á andlega Eins og fyrr segir veiktist Sveinbjörn í Tyrklandi í byrjun apríl og hann er enn að ná upp fullum styrk eftir að hafa neyðst til að verja þremur vikum í einangrun: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ segir Sveinbjörn. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara,“ segir Sveinbjörn sem missti af þremur afar mikilvægum mótum en veikindin höfðu mun meiri afleiðingar en það. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) „Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð.“ Síðasti séns er á HM Þrátt fyrir allt ætlar Sveinbjörn að keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur. Það er síðasti séns fyrir hann til að komast á Ólympíuleikana, en möguleikinn væri vissulega mikið betri ef hann hefði ekki veikst. „Ég fer „kaldur“ inn í HM. Reynsla mín mun hjálpa mér og þó að ég sé ekki í mínu besta líkamlega formi þá ætla ég út til að gera góða hluti. Þetta er síðasti möguleikinn fyrir mig, en ég þyrfti sennilega að lenda í 3. sæti eða eitthvað. Það er alveg hægt en það er gríðarlega erfitt.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ Sjá meira