Ríkið í ríkinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. maí 2021 08:31 Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Alþingiskosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun