Hvaða forsendurnar þarf til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni? Sigríður Björnsdóttir skrifar 18. maí 2021 15:01 Frétta - og vefmiðlar loga enn og aftur af mikilvægri og þarfri umræðu um kynferðisofbeldi og trúverðugleika þolenda við tilkynningar eða kærur sem lagðar eru fram í kjölfar ofbeldis. Sumir af þeim voru börn þegar þau urðu fyrir slíku ofbeldi. Það er ekki sársaukalaust að lesa þessar sögur en þær gefa von um að fólk sjái réttari mynd af þessari “ósamþykktu” umræðu í íslensku samfélagi eins og annars staðar í heiminum. Í ljósi aukinnar umræðu í samfélaginu um kynferðisofbeldi er ágætt að minna sig á staðreyndir málsins. Á Íslandi verða 17-36 % barna undir 18 ára aldri fyrir kynferðisáreitni eða ofbeldi. Þessir einstaklingar eru í meiri hættu á að verða fyrir því endurtekið seinna á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að trúa þeim sem stíga fram og segja frá reynslu af slíku ofbeldi. Til þess að gera íslensku samfélagi kleift að sættast á og trúa að fólk sem við þekkjum, jafnvel mjög vel, er fært um að beita ofbeldi, brjóta gegn börnum eða nauðga, þá er nauðsynlegt að byrja á því að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja frá ofbeldinu sem þau verða fyrir. Eins og dæmin sanna segir stétt og staða fólks ekki til um það hvort aðili geti beitt ofbeldi eða ekki. Barnaheill, Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínu starfi og vinna meðal annars að því að fyrirbyggja allt ofbeldi á börnum. Eitt af verkefnum Barnaheilla, Verndarar barna, snýr að því mikilvæga hlutverki að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Fagfólk og sérfræðingar með áratuga reynslu af forvörnum gegn kynferðisofbeldi vinna að því að fræða starfsfólk sem starfar með og fyrir börn. Hluti af þeirri fræðslu er að þekkja einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það er gert til að styrkja grunnþekkingu á hegðun og vanlíðan sem oft fylgir í kjölfar ofbeldisins og eykur líkur á tilkynningum til Barnarverndarnefnda. Starfsfólk Barnaheilla svara einnig kalli frá skólum landsins sem hafa í gegnum árin óskað eftir fræðslu til unglinga um kynferðisofbeldi. Rætt er við ungmennin um samskipti og að setja mörk, skilgreiningar á kynferðisofbeldi og að segja frá ef þörf er á því. Stuðst er við spjall, myndefni og valdeflandi leiki sem er mikið notað í félagsmiðstöðvum landsins. Mikilvægasti þátturinn er að fyrirbyggja ofbeldið. Við vitum að það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi á börnum og ekki eru til neinar töfralausnir við því. Með forvörnum höfum við hins vegar áhrif á hugarfar fólks og viðmið og gerum það sem við getum til að fræða um og draga úr kynferðisofbeldi og auka tilkynningar. Staðreyndir málsins eru skýrar og við þurfum að átta okkur á að börn á Íslandi verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Meðvitað og áfallamiðað samfélag fækkar áhættuþáttum og byggir upp fleiri verndandi þætti bæði hjá þeim sem mögulega brjóta gegn börnum (börnum, unglingum sem sýna óæskilega kynferðislega hegðun og fullorðnum) og hjá þeim sem mögulega er brotið gegn (börnum, unglingum og fullorðnum) og fjölskyldum þeirra. Þegar við horfum á forvarnir gegn kynferðisofbeldi þarf að skoða rót vandans áður en ofbeldið á sér stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er yfirleitt langur vegur frá því að ofbeldi hefst þar til barn segir frá. Á sama hátt er yfirleitt langur vegur frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og er stoppaður af. Það er hægt að minnka skaðann og um það snúast forvarnir, fækka þeim sem lenda í slíku. Við fáum ekki sjálfkrafa þekkingu á því að verða gott foreldri við það að verða foreldri, nema að við sækjum okkur viðeigandi foreldrafræðslu. Við höfum ekki forsendurnar til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni nema að fá viðeigandi þjálfun. Forvarnaþjálfun gegn kynferðisofbeldi býður upp á ákveðnar leiðir sem eru framkvæmanlegar og við förum að sjá umhverfi barna í öðru ljósi. Við stígum fyrr inn í atburðarrás og setjum fólki mörk í kringum börnin okkar þangað til þau geta það sjálf og læra að þau hafa eitthvað um það að segja og vita að það er hægt að fá hjálp fyrr. Við hvetjum foreldra að setjast niður með börnum sínum og fræða þau um það sem þau eru nú að lesa í fjölmiðlum og sjá í sjónvarpinu. Þarna eru líka börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og líður illa að lesa um sögur annarra. Hvetjum til málefnalegrar umræðu og ræðum við börnin okkar svo þau óttist ekki umhverfi sitt sem á að vera nærandi og styðjandi á sem mestan hátt. Nánari upplýsingar og fræðsluefni má vinna á vef samtakanna á www.barnaheill.is Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri Barnaheill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Frétta - og vefmiðlar loga enn og aftur af mikilvægri og þarfri umræðu um kynferðisofbeldi og trúverðugleika þolenda við tilkynningar eða kærur sem lagðar eru fram í kjölfar ofbeldis. Sumir af þeim voru börn þegar þau urðu fyrir slíku ofbeldi. Það er ekki sársaukalaust að lesa þessar sögur en þær gefa von um að fólk sjái réttari mynd af þessari “ósamþykktu” umræðu í íslensku samfélagi eins og annars staðar í heiminum. Í ljósi aukinnar umræðu í samfélaginu um kynferðisofbeldi er ágætt að minna sig á staðreyndir málsins. Á Íslandi verða 17-36 % barna undir 18 ára aldri fyrir kynferðisáreitni eða ofbeldi. Þessir einstaklingar eru í meiri hættu á að verða fyrir því endurtekið seinna á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að trúa þeim sem stíga fram og segja frá reynslu af slíku ofbeldi. Til þess að gera íslensku samfélagi kleift að sættast á og trúa að fólk sem við þekkjum, jafnvel mjög vel, er fært um að beita ofbeldi, brjóta gegn börnum eða nauðga, þá er nauðsynlegt að byrja á því að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja frá ofbeldinu sem þau verða fyrir. Eins og dæmin sanna segir stétt og staða fólks ekki til um það hvort aðili geti beitt ofbeldi eða ekki. Barnaheill, Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínu starfi og vinna meðal annars að því að fyrirbyggja allt ofbeldi á börnum. Eitt af verkefnum Barnaheilla, Verndarar barna, snýr að því mikilvæga hlutverki að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Fagfólk og sérfræðingar með áratuga reynslu af forvörnum gegn kynferðisofbeldi vinna að því að fræða starfsfólk sem starfar með og fyrir börn. Hluti af þeirri fræðslu er að þekkja einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það er gert til að styrkja grunnþekkingu á hegðun og vanlíðan sem oft fylgir í kjölfar ofbeldisins og eykur líkur á tilkynningum til Barnarverndarnefnda. Starfsfólk Barnaheilla svara einnig kalli frá skólum landsins sem hafa í gegnum árin óskað eftir fræðslu til unglinga um kynferðisofbeldi. Rætt er við ungmennin um samskipti og að setja mörk, skilgreiningar á kynferðisofbeldi og að segja frá ef þörf er á því. Stuðst er við spjall, myndefni og valdeflandi leiki sem er mikið notað í félagsmiðstöðvum landsins. Mikilvægasti þátturinn er að fyrirbyggja ofbeldið. Við vitum að það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi á börnum og ekki eru til neinar töfralausnir við því. Með forvörnum höfum við hins vegar áhrif á hugarfar fólks og viðmið og gerum það sem við getum til að fræða um og draga úr kynferðisofbeldi og auka tilkynningar. Staðreyndir málsins eru skýrar og við þurfum að átta okkur á að börn á Íslandi verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Meðvitað og áfallamiðað samfélag fækkar áhættuþáttum og byggir upp fleiri verndandi þætti bæði hjá þeim sem mögulega brjóta gegn börnum (börnum, unglingum sem sýna óæskilega kynferðislega hegðun og fullorðnum) og hjá þeim sem mögulega er brotið gegn (börnum, unglingum og fullorðnum) og fjölskyldum þeirra. Þegar við horfum á forvarnir gegn kynferðisofbeldi þarf að skoða rót vandans áður en ofbeldið á sér stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er yfirleitt langur vegur frá því að ofbeldi hefst þar til barn segir frá. Á sama hátt er yfirleitt langur vegur frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og er stoppaður af. Það er hægt að minnka skaðann og um það snúast forvarnir, fækka þeim sem lenda í slíku. Við fáum ekki sjálfkrafa þekkingu á því að verða gott foreldri við það að verða foreldri, nema að við sækjum okkur viðeigandi foreldrafræðslu. Við höfum ekki forsendurnar til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni nema að fá viðeigandi þjálfun. Forvarnaþjálfun gegn kynferðisofbeldi býður upp á ákveðnar leiðir sem eru framkvæmanlegar og við förum að sjá umhverfi barna í öðru ljósi. Við stígum fyrr inn í atburðarrás og setjum fólki mörk í kringum börnin okkar þangað til þau geta það sjálf og læra að þau hafa eitthvað um það að segja og vita að það er hægt að fá hjálp fyrr. Við hvetjum foreldra að setjast niður með börnum sínum og fræða þau um það sem þau eru nú að lesa í fjölmiðlum og sjá í sjónvarpinu. Þarna eru líka börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og líður illa að lesa um sögur annarra. Hvetjum til málefnalegrar umræðu og ræðum við börnin okkar svo þau óttist ekki umhverfi sitt sem á að vera nærandi og styðjandi á sem mestan hátt. Nánari upplýsingar og fræðsluefni má vinna á vef samtakanna á www.barnaheill.is Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri Barnaheill.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar