Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2021 14:08 Blinken fór um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. Antony Blinken kom hingað til lands í gærkvöldi en tilefnið er fundur Norðurskautsráðs sem hefst á morgun. Þeir Guðlaugur Þór sögðust ekki hafa haft nægan tíma til að ræða öll þau mál sem lágu fyrir fundinum, svo mikið hafi þeir haft að ræða. Þó hafi átök Ísraels og Palestínu verið rædd án þess að hafa verið á dagskrá fundarins. Ræddi við kollega við Miðjarðarhaf Blinken hóf mál sitt á því að snerta á stöðunni fyrir botni Miðjarðarhafs og vinnu Bandaríkjanna í þeim tilgangi að stöðva átökin. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hafi rætt við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í gær og lýst yfir stuðningi við vopnahlé. Biden hafi lýst yfir að Ísraelar, eins og allar þjóðir, hefðu rétt á að verja sig gagnvart eldflaugaárásum. Hann hafi lagt áherslu á að Ísraelar þyrftu að leggja áherslu á að gæta að öryggi saklausra borgara. Blinken og Guðlaugur Þór heilsuðust að Covid-19 sið í Hörpu í morgun.Vísir/Vilhelm Á sama tíma hafi Blinken rætt um nauðsyn þess að binda endi á ofbeldið við utanríkisráðherra í Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Jórdaníu, Túnis og Evrópusambandinu og einnig við fulltrúa í Marokkó og Barein í morgun. Þau samtöl muni halda áfram við ráðherra þeirra þjóða sem sæki fundi Norðurskautsráðsins. Tveggja ríkja lausnin til framtíðar „Markmið okkar verður áfram að binda endi á þessa ofbeldishrinu eins hratt og mögulegt er. Og svo að ræða við aðila um örugga framtíðarlausn sem íbúar í Ísrael, Palestínu og um heim allan eiga skilið.“ Blinken var spurður frekar út í aðgerðir Bandaríkjanna af blaðamönnum í lok fundar. Þar kom fram að Bandaríkin væru viss um að framtíðarlausn fælist í tveggja ríkja lausninni svonefndu. Sem ætti að tryggja framtíð Ísraels sem lýðræðisríki en um leið að Palestínumenn fengu það land sem þeir ættu tilkall til. Félagar úr samtökunum Frjáls Palestína mótmæltu við Hörpu í morgun.Vísir/Vilhelm Hann sagði ekki rétt að með því að skrifa ekki undir yfirlýsingu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, varðandi það að átökum skyldi hætt tafarlaust. Bandaríkin stæðu í mikilli vinnu í því markmiði að koma á vopnahléi. Fyrrnefnd yfirlýsing væri ekki talin vænleg til árangurs. Ef Sameinuðu þjóðirnar væru með svar sem væri líklegt til að auka líkur á friði myndu Bandaríkin standa með því. Forðast hernað á svæðinu Málefni Norðurskauta voru einnig í brennidepli enda tilefni komu ráðherrans. Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tveggja ára setu og hrósaði Blinken Íslendingum fyrir störf sín. Ráðið stæði betur nú en fyrir tveimur árum. Þá væri mikilvægt að friður ríki áfram á Norðurslóðum og þjóðirnar geti unnið saman að sjálfbæru samfélagi og sinnt rannsóknum í vísindaskyni. Forðast þyrfti hernaðarumræðu á svæðinu og leyst honum ekki á hugmyndir Rússa um samtal á hernaðarlegum nótum. Blinken hlustar á Guðlaug Þór fara lofsamlegum orðum um samskipti Íslands og Bandaríkjanna í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Tillaga er á borðinu um fund forsetanna Joe Biden og Vladimír Pútín. Það væri ósk Bandaríkjanna að sambandið við Rússa væri stöðugra og fyrirsjáanlegra. Afstaða Bandaríkjanna væri þó skýr ef Rússar gripu til einhverra aðgerða og nefndi tilraun til að myrða rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní og afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum. Rússar væru hins vegar auðvitað virkur þátttakandi í samtali um Norðurslóðir og tæki nú við formennsku. Vonir stæðu til þess að samvinna og samtal um umhverfismál og fleira á svæðinu verði áfram á góðum nótum. Blaðamannafundinn má sjá í heild að neðan. Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Ísrael Palestína Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Antony Blinken kom hingað til lands í gærkvöldi en tilefnið er fundur Norðurskautsráðs sem hefst á morgun. Þeir Guðlaugur Þór sögðust ekki hafa haft nægan tíma til að ræða öll þau mál sem lágu fyrir fundinum, svo mikið hafi þeir haft að ræða. Þó hafi átök Ísraels og Palestínu verið rædd án þess að hafa verið á dagskrá fundarins. Ræddi við kollega við Miðjarðarhaf Blinken hóf mál sitt á því að snerta á stöðunni fyrir botni Miðjarðarhafs og vinnu Bandaríkjanna í þeim tilgangi að stöðva átökin. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hafi rætt við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í gær og lýst yfir stuðningi við vopnahlé. Biden hafi lýst yfir að Ísraelar, eins og allar þjóðir, hefðu rétt á að verja sig gagnvart eldflaugaárásum. Hann hafi lagt áherslu á að Ísraelar þyrftu að leggja áherslu á að gæta að öryggi saklausra borgara. Blinken og Guðlaugur Þór heilsuðust að Covid-19 sið í Hörpu í morgun.Vísir/Vilhelm Á sama tíma hafi Blinken rætt um nauðsyn þess að binda endi á ofbeldið við utanríkisráðherra í Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Jórdaníu, Túnis og Evrópusambandinu og einnig við fulltrúa í Marokkó og Barein í morgun. Þau samtöl muni halda áfram við ráðherra þeirra þjóða sem sæki fundi Norðurskautsráðsins. Tveggja ríkja lausnin til framtíðar „Markmið okkar verður áfram að binda endi á þessa ofbeldishrinu eins hratt og mögulegt er. Og svo að ræða við aðila um örugga framtíðarlausn sem íbúar í Ísrael, Palestínu og um heim allan eiga skilið.“ Blinken var spurður frekar út í aðgerðir Bandaríkjanna af blaðamönnum í lok fundar. Þar kom fram að Bandaríkin væru viss um að framtíðarlausn fælist í tveggja ríkja lausninni svonefndu. Sem ætti að tryggja framtíð Ísraels sem lýðræðisríki en um leið að Palestínumenn fengu það land sem þeir ættu tilkall til. Félagar úr samtökunum Frjáls Palestína mótmæltu við Hörpu í morgun.Vísir/Vilhelm Hann sagði ekki rétt að með því að skrifa ekki undir yfirlýsingu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, varðandi það að átökum skyldi hætt tafarlaust. Bandaríkin stæðu í mikilli vinnu í því markmiði að koma á vopnahléi. Fyrrnefnd yfirlýsing væri ekki talin vænleg til árangurs. Ef Sameinuðu þjóðirnar væru með svar sem væri líklegt til að auka líkur á friði myndu Bandaríkin standa með því. Forðast hernað á svæðinu Málefni Norðurskauta voru einnig í brennidepli enda tilefni komu ráðherrans. Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tveggja ára setu og hrósaði Blinken Íslendingum fyrir störf sín. Ráðið stæði betur nú en fyrir tveimur árum. Þá væri mikilvægt að friður ríki áfram á Norðurslóðum og þjóðirnar geti unnið saman að sjálfbæru samfélagi og sinnt rannsóknum í vísindaskyni. Forðast þyrfti hernaðarumræðu á svæðinu og leyst honum ekki á hugmyndir Rússa um samtal á hernaðarlegum nótum. Blinken hlustar á Guðlaug Þór fara lofsamlegum orðum um samskipti Íslands og Bandaríkjanna í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Tillaga er á borðinu um fund forsetanna Joe Biden og Vladimír Pútín. Það væri ósk Bandaríkjanna að sambandið við Rússa væri stöðugra og fyrirsjáanlegra. Afstaða Bandaríkjanna væri þó skýr ef Rússar gripu til einhverra aðgerða og nefndi tilraun til að myrða rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní og afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum. Rússar væru hins vegar auðvitað virkur þátttakandi í samtali um Norðurslóðir og tæki nú við formennsku. Vonir stæðu til þess að samvinna og samtal um umhverfismál og fleira á svæðinu verði áfram á góðum nótum. Blaðamannafundinn má sjá í heild að neðan.
Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Ísrael Palestína Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira