Sýnt var beint frá bikardrættinum á bæði Vísi og Stöð 2 en það var verið að draga í 32 liða úrslit karla og í 16 liða úrslit kvenna.
Ríkjandi bikarmeistarar karla frá árinu 2019, Víkingar úr Reykjavík, höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik gegn Sindra frá Hornafirði sem leikur í 3. deild.
Í 16-liða úrslitum kvenna mætast liðin sem léku síðasta bikarúrslitaleik, bikarmeistarar Selfoss og KR sem nú leikur í næstefstu deild.
Þrír úrvalsdeildarslagir eru á dagskrá hjá konunum. Íslandsmeistarar Breiðabliks fá Tindastól í heimsókn, Stjarnan og ÍBV mætast í Garðabæ, og Fylkir og Keflavík mætast í Árbæ.
Íslandsmeistarar Vals fara hins vegar til Húsavíkur og mæta 2. deildarliði Völsungs, og Þróttarar mæta hinu 2. deildarliðinu í keppninni, sameinuðu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfirði.
16-liða úrslit kvenna
- Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. - Þróttur R.
- FH - Þór/KA
- Fylkir - Keflavík
- KR - Selfoss
- Völsungur - Valur
- Stjarnan - ÍBV
- Breiðablik - Tindastóll
- Grindavík - Afturelding
Leiknirnir fara fram 31. maí og 1. júní.
Í 32-liða úrslitum karla verður úrvalsdeildarslagur á Hlíðarenda þar sem Leiknismenn koma í heimsókn. Keflavík tekur á móti Breiðabliki og Stjarnan mætir KA í tveimur öðrum uppgjörum úrvalsdeildarliða.
Eina 4. deildarliðið sem enn er með í keppninni, Úlfarnir, er á leið í slag við úrvalsdeildarlið Fylkis í Árbænum.
32-liða úrslit karla
- ÍA - Fram
- KF - Haukar
- FH - Njarðvík
- HK - Grótta
- ÍR - ÍBV
- KFS - Víkingur Ó.
- Kári - KR
- Valur - Leiknir R.
- Völsungur - Leiknir F.
- Keflavík - Breiðablik
- Stjarnan - KA
- Víkingur R. - Sindri
- Fylkir - Úlfarnir
- Augnablik - Fjölnir
- Þór - Grindavík
- Afturelding - Vestri
Leikirnir fara fram dagana 22.-24. júní.