Íslensku afreksíþróttafólki blöskrar: „Ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 11:46 Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir eru ósátt við íslensk sóttvarnayfirvöld og þá ákvörðun þeirra að veita Eurovision-hópi Íslands undanþágu í bólusetningu. Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira