Tölum um gæði Sigríður Maack, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir skrifa 18. maí 2021 10:31 Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun