Tekið á móti Blinken með Palestínufánum Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 09:28 Niður með hernámið, segir á einu skiltanna. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til landsins í gær og fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu í Hörpu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi. Mótmælendum fjölgar hægt og rólega fyrir utan tónlistarhúsið, þar sem utanríkisráðherrann verður í allan dag. Ætla má að um 100 séu á staðnum. Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision. Á meðal mótmælenda er hinn heimsfrægi íslenski málsvari Palestínu, Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara. Tvö ár eru liðin frá því að hann dró upp fána ríkisins í beinni útsendingu á Eurovision í Ísrael. Bandaríkin og Ísrael eiga sögulega séð í nánu hernaðarlegu samstarfi og Bandaríkin leggja Ísraelsher til mikla fjármuni árlega í því skyni. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. Biden er sagður hafa rætt við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela og greint honum frá því að Bandaríkjamenn ásamt Egyptum og fleiri þjóðum væru nú að vinna að því að koma á slíku hléi. Bandaríkjamenn beittu hinsvegar enn og aftur neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og stöðvuðu yfirlýsingu þess efnis að átökunum skyldi hætt tafarlaust. Palestína Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Hernaður Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. 17. maí 2021 18:01 Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til landsins í gær og fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu í Hörpu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi. Mótmælendum fjölgar hægt og rólega fyrir utan tónlistarhúsið, þar sem utanríkisráðherrann verður í allan dag. Ætla má að um 100 séu á staðnum. Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision. Á meðal mótmælenda er hinn heimsfrægi íslenski málsvari Palestínu, Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara. Tvö ár eru liðin frá því að hann dró upp fána ríkisins í beinni útsendingu á Eurovision í Ísrael. Bandaríkin og Ísrael eiga sögulega séð í nánu hernaðarlegu samstarfi og Bandaríkin leggja Ísraelsher til mikla fjármuni árlega í því skyni. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. Biden er sagður hafa rætt við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela og greint honum frá því að Bandaríkjamenn ásamt Egyptum og fleiri þjóðum væru nú að vinna að því að koma á slíku hléi. Bandaríkjamenn beittu hinsvegar enn og aftur neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og stöðvuðu yfirlýsingu þess efnis að átökunum skyldi hætt tafarlaust.
Palestína Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Hernaður Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. 17. maí 2021 18:01 Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. 17. maí 2021 18:01
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32