Kýldi konu algjörlega að tilefnislausu í Hveragerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2021 10:57 Líkamsárásin átti sér stað í Hveragerði í desember 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt konu að tilefnislausu í Hveragerði í desember 2019. Þá þarf hann að greiða henni 300 þúsund krónur í bætur. Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og líflátshótun. Var honum gefið að sök að hafa veist að konunni, slegið hana í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið. Þá hefði hann hótað henni lífláti og þannig vakið hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa brugðist við með löðrungi eftir að konan hefði kýlt hann í magann. Hún hefði átt upptökin með leiðindum á veitingastaðnum Rósakaffi þar sem hún hefði drukkið úr glösum hans og annarra. Hann hefði meinað henni að mæta í eftirpartý því hann styddi ekki framhjáhald sem hann teldi í vændum. Konan sagði karlmanninn hafa verið æstan. Þegar hún hefði spurt hann um ástæðu pirringsins hefði hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hefði hlaupið í burtu og hann á eftir, fellt hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hún hefði komist upp í Securitas bifreið hvar öryggisvörður sat. Karlmaðurinn hefði hótað henni lífláti fyrir utan bílinn. Hún kannaðist ekkert við lýsingar mannsins á aðdragandanum, hvorki varðandi dólgshátt á veitingastaðnum eða að vilja komast í samkvæmið hjá honum. Þá hefði hún ekki slegið hann eða veist að með nokkrum hætti. Öryggisvörður hjá Securitas staðfesti frásögn konunnar af líflátshótunum. Læknir sagði áverkavottorð samsvara frásögn konunnar af atvikum og myndir af andliti hennar sem lögregla tók voru einnig lögð fyrir dóminn. Þá lýstu vitni því að hafa séð karlmanninn slá konuna. Héraðsdómur Suðurlands taldi nægilega sannað að karlmaðurinn hefði veitt konunni þessa áverka eins og lýst var í ákæru. Myndir sýndu glögglega hvernig konan var útleikin. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á að konan hefði átt upptökin. Ekki væri betur séð en atlagan hefði verið algjörlega tilefnislaus. Var karlmaðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur. Hveragerði Dómsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og líflátshótun. Var honum gefið að sök að hafa veist að konunni, slegið hana í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið. Þá hefði hann hótað henni lífláti og þannig vakið hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa brugðist við með löðrungi eftir að konan hefði kýlt hann í magann. Hún hefði átt upptökin með leiðindum á veitingastaðnum Rósakaffi þar sem hún hefði drukkið úr glösum hans og annarra. Hann hefði meinað henni að mæta í eftirpartý því hann styddi ekki framhjáhald sem hann teldi í vændum. Konan sagði karlmanninn hafa verið æstan. Þegar hún hefði spurt hann um ástæðu pirringsins hefði hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hefði hlaupið í burtu og hann á eftir, fellt hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hún hefði komist upp í Securitas bifreið hvar öryggisvörður sat. Karlmaðurinn hefði hótað henni lífláti fyrir utan bílinn. Hún kannaðist ekkert við lýsingar mannsins á aðdragandanum, hvorki varðandi dólgshátt á veitingastaðnum eða að vilja komast í samkvæmið hjá honum. Þá hefði hún ekki slegið hann eða veist að með nokkrum hætti. Öryggisvörður hjá Securitas staðfesti frásögn konunnar af líflátshótunum. Læknir sagði áverkavottorð samsvara frásögn konunnar af atvikum og myndir af andliti hennar sem lögregla tók voru einnig lögð fyrir dóminn. Þá lýstu vitni því að hafa séð karlmanninn slá konuna. Héraðsdómur Suðurlands taldi nægilega sannað að karlmaðurinn hefði veitt konunni þessa áverka eins og lýst var í ákæru. Myndir sýndu glögglega hvernig konan var útleikin. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á að konan hefði átt upptökin. Ekki væri betur séð en atlagan hefði verið algjörlega tilefnislaus. Var karlmaðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur.
Hveragerði Dómsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira