Kýldi konu algjörlega að tilefnislausu í Hveragerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2021 10:57 Líkamsárásin átti sér stað í Hveragerði í desember 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt konu að tilefnislausu í Hveragerði í desember 2019. Þá þarf hann að greiða henni 300 þúsund krónur í bætur. Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og líflátshótun. Var honum gefið að sök að hafa veist að konunni, slegið hana í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið. Þá hefði hann hótað henni lífláti og þannig vakið hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa brugðist við með löðrungi eftir að konan hefði kýlt hann í magann. Hún hefði átt upptökin með leiðindum á veitingastaðnum Rósakaffi þar sem hún hefði drukkið úr glösum hans og annarra. Hann hefði meinað henni að mæta í eftirpartý því hann styddi ekki framhjáhald sem hann teldi í vændum. Konan sagði karlmanninn hafa verið æstan. Þegar hún hefði spurt hann um ástæðu pirringsins hefði hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hefði hlaupið í burtu og hann á eftir, fellt hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hún hefði komist upp í Securitas bifreið hvar öryggisvörður sat. Karlmaðurinn hefði hótað henni lífláti fyrir utan bílinn. Hún kannaðist ekkert við lýsingar mannsins á aðdragandanum, hvorki varðandi dólgshátt á veitingastaðnum eða að vilja komast í samkvæmið hjá honum. Þá hefði hún ekki slegið hann eða veist að með nokkrum hætti. Öryggisvörður hjá Securitas staðfesti frásögn konunnar af líflátshótunum. Læknir sagði áverkavottorð samsvara frásögn konunnar af atvikum og myndir af andliti hennar sem lögregla tók voru einnig lögð fyrir dóminn. Þá lýstu vitni því að hafa séð karlmanninn slá konuna. Héraðsdómur Suðurlands taldi nægilega sannað að karlmaðurinn hefði veitt konunni þessa áverka eins og lýst var í ákæru. Myndir sýndu glögglega hvernig konan var útleikin. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á að konan hefði átt upptökin. Ekki væri betur séð en atlagan hefði verið algjörlega tilefnislaus. Var karlmaðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur. Hveragerði Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og líflátshótun. Var honum gefið að sök að hafa veist að konunni, slegið hana í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið. Þá hefði hann hótað henni lífláti og þannig vakið hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa brugðist við með löðrungi eftir að konan hefði kýlt hann í magann. Hún hefði átt upptökin með leiðindum á veitingastaðnum Rósakaffi þar sem hún hefði drukkið úr glösum hans og annarra. Hann hefði meinað henni að mæta í eftirpartý því hann styddi ekki framhjáhald sem hann teldi í vændum. Konan sagði karlmanninn hafa verið æstan. Þegar hún hefði spurt hann um ástæðu pirringsins hefði hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hefði hlaupið í burtu og hann á eftir, fellt hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hún hefði komist upp í Securitas bifreið hvar öryggisvörður sat. Karlmaðurinn hefði hótað henni lífláti fyrir utan bílinn. Hún kannaðist ekkert við lýsingar mannsins á aðdragandanum, hvorki varðandi dólgshátt á veitingastaðnum eða að vilja komast í samkvæmið hjá honum. Þá hefði hún ekki slegið hann eða veist að með nokkrum hætti. Öryggisvörður hjá Securitas staðfesti frásögn konunnar af líflátshótunum. Læknir sagði áverkavottorð samsvara frásögn konunnar af atvikum og myndir af andliti hennar sem lögregla tók voru einnig lögð fyrir dóminn. Þá lýstu vitni því að hafa séð karlmanninn slá konuna. Héraðsdómur Suðurlands taldi nægilega sannað að karlmaðurinn hefði veitt konunni þessa áverka eins og lýst var í ákæru. Myndir sýndu glögglega hvernig konan var útleikin. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á að konan hefði átt upptökin. Ekki væri betur séð en atlagan hefði verið algjörlega tilefnislaus. Var karlmaðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur.
Hveragerði Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira