Kýldi konu algjörlega að tilefnislausu í Hveragerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2021 10:57 Líkamsárásin átti sér stað í Hveragerði í desember 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt konu að tilefnislausu í Hveragerði í desember 2019. Þá þarf hann að greiða henni 300 þúsund krónur í bætur. Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og líflátshótun. Var honum gefið að sök að hafa veist að konunni, slegið hana í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið. Þá hefði hann hótað henni lífláti og þannig vakið hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa brugðist við með löðrungi eftir að konan hefði kýlt hann í magann. Hún hefði átt upptökin með leiðindum á veitingastaðnum Rósakaffi þar sem hún hefði drukkið úr glösum hans og annarra. Hann hefði meinað henni að mæta í eftirpartý því hann styddi ekki framhjáhald sem hann teldi í vændum. Konan sagði karlmanninn hafa verið æstan. Þegar hún hefði spurt hann um ástæðu pirringsins hefði hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hefði hlaupið í burtu og hann á eftir, fellt hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hún hefði komist upp í Securitas bifreið hvar öryggisvörður sat. Karlmaðurinn hefði hótað henni lífláti fyrir utan bílinn. Hún kannaðist ekkert við lýsingar mannsins á aðdragandanum, hvorki varðandi dólgshátt á veitingastaðnum eða að vilja komast í samkvæmið hjá honum. Þá hefði hún ekki slegið hann eða veist að með nokkrum hætti. Öryggisvörður hjá Securitas staðfesti frásögn konunnar af líflátshótunum. Læknir sagði áverkavottorð samsvara frásögn konunnar af atvikum og myndir af andliti hennar sem lögregla tók voru einnig lögð fyrir dóminn. Þá lýstu vitni því að hafa séð karlmanninn slá konuna. Héraðsdómur Suðurlands taldi nægilega sannað að karlmaðurinn hefði veitt konunni þessa áverka eins og lýst var í ákæru. Myndir sýndu glögglega hvernig konan var útleikin. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á að konan hefði átt upptökin. Ekki væri betur séð en atlagan hefði verið algjörlega tilefnislaus. Var karlmaðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur. Hveragerði Dómsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og líflátshótun. Var honum gefið að sök að hafa veist að konunni, slegið hana í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið. Þá hefði hann hótað henni lífláti og þannig vakið hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa brugðist við með löðrungi eftir að konan hefði kýlt hann í magann. Hún hefði átt upptökin með leiðindum á veitingastaðnum Rósakaffi þar sem hún hefði drukkið úr glösum hans og annarra. Hann hefði meinað henni að mæta í eftirpartý því hann styddi ekki framhjáhald sem hann teldi í vændum. Konan sagði karlmanninn hafa verið æstan. Þegar hún hefði spurt hann um ástæðu pirringsins hefði hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hefði hlaupið í burtu og hann á eftir, fellt hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hún hefði komist upp í Securitas bifreið hvar öryggisvörður sat. Karlmaðurinn hefði hótað henni lífláti fyrir utan bílinn. Hún kannaðist ekkert við lýsingar mannsins á aðdragandanum, hvorki varðandi dólgshátt á veitingastaðnum eða að vilja komast í samkvæmið hjá honum. Þá hefði hún ekki slegið hann eða veist að með nokkrum hætti. Öryggisvörður hjá Securitas staðfesti frásögn konunnar af líflátshótunum. Læknir sagði áverkavottorð samsvara frásögn konunnar af atvikum og myndir af andliti hennar sem lögregla tók voru einnig lögð fyrir dóminn. Þá lýstu vitni því að hafa séð karlmanninn slá konuna. Héraðsdómur Suðurlands taldi nægilega sannað að karlmaðurinn hefði veitt konunni þessa áverka eins og lýst var í ákæru. Myndir sýndu glögglega hvernig konan var útleikin. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á að konan hefði átt upptökin. Ekki væri betur séð en atlagan hefði verið algjörlega tilefnislaus. Var karlmaðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur.
Hveragerði Dómsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira