Telur skynsamlegast að hraðprófa bólusetta ferðamenn eða hætta að skima þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 20:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að vænlegast væri að bólusettir ferðamenn verði hraðprófaðir fyrir kórónuveirunni á landamærum, eða þeir gerðir undanþegnir skimunum, að því gefnu að gögn sýni að þeir greinist almennt ekki jákvæðir við komu til landsins. Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira