Tindastóll vann 2-1 sigur á ÍBV. Fyrsti sigur Stólanna í sögu efstu deildar. Keflavík og Þróttur Reykjavík gerðu 2-2 jafntefli en Þróttarar hafa nú gert þrjú jafntefli í þremur leikjum. Valur marði Fylki með einu marki, 1-0.
Íslandsmeistarar Breiðabliks komust á beinu brautina með 3-1 sigri á Þór/KA og þá unnu Selfyssingar sinn þriðja leik í röð er liðið lagði Stjörnuna, lokatölur þar einnig 3-1.
Hér að neðan má sjá öll mörk gærdagsins.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.