Sönnun í kynferðisbrotamálum Einar Gautur Steingrímsson skrifar 15. maí 2021 11:00 Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti. Efnið er víðfeðmt og ætla ég að vera með nokkrar færslur um þetta með stuttu millibili. Til einföldunar mun ég fyrst og fremst fjalla um nauðgunarbrot því efni þetta er nógu yfirgripsmikið samt. Stærsta spurningin sem menn spyrja er; af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér? Þessi spurning er skiljanleg ef horft er til þess sem nú verður vikið að. Segum að tekið sé slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fullorðinna kvenna og reynt að átta sig á hve margar hefðu það í sér að bera rangar sakir á menn eða væru líklegar til að upplifa atvik sem nauðgun sem þó væri það ekki. Síðan reyndu menn að átta sig á hversu líklegt sé að hinar sömu konur sæju ástæðu til að fara fram með slíkar sakargiftir. Að lokum geta menn velt fyrir sér hversu margar slíkar myndu gera slíkt í raun. Afar fáar konur stæðu þá eftir. Svo fáar að mönnum gæti þótt eðlilegt að telja ásakanirnar konu um nauðgun næga sönnun, eina og sér. Gegn þessu má auðvitað færa þau rök að réttarríki geti ekki þolað að menn taki áhættuna af því að saklaus maður verði dæmdur. Einnig þau rök að við svona sönnunarmat geti orðið til önnur brotastarfsemi sem fælist í að bera á menn rangar sakir. Þetta ætla ég ekki að fjalla um að sinni heldur hvort sú tölfræðilega nálgun sem ég lýsti fái staðist. Svo er nefnilega ekki. Í máli OJ Simpson tókst verjendum að gabba kviðdóminn með rangri notkun tölfræði. Hún fólst í því að DNA rannsókn sýndi verulegar líkur á að erfðaefni sem fannst í tengslum við morð væri frá Simpson. Verjendur tóku líkindin og báru saman við íbúafjölda á LA svæðinu og reiknuðu út frá því hve margir aðrir kæmu til greina. Þetta stóðst auðvitað ekki því íbúar LA voru ekki allir á brotastað þegar morðið átti sér stað. Að sama skapi er sú tölfræði sem ég rakti áðan röng. Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af alltof mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi. Kem ég betur af því síðar. Af þeim fjölda, sem gætu borið fram rangar sakir um kynferðisbrot, skila sér alltaf einhverjar slíkar á hverju ári. Reynslan sýnir þetta og sannar. Á sama tíma veigra konur, sem raunverulega verða fyrir kynferðisbroti, sér gjarnan við að fara með mál alla leið. Skiljanlega því sönnun getur verið örðug og gerandameðvirkni er landlæg. Ekki síst í nærumhverfi kvennanna. Af þessu leiðir hins vegar að hlutfallið milli kæra sem eru á rökum reistar og rangra sakargifta verður alltof hátt til að hægt sé að nota það sem sönnunargagn að trúa bara konunni. Fleira þarf að koma til. Vík ég að því í næsta pistli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti. Efnið er víðfeðmt og ætla ég að vera með nokkrar færslur um þetta með stuttu millibili. Til einföldunar mun ég fyrst og fremst fjalla um nauðgunarbrot því efni þetta er nógu yfirgripsmikið samt. Stærsta spurningin sem menn spyrja er; af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér? Þessi spurning er skiljanleg ef horft er til þess sem nú verður vikið að. Segum að tekið sé slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fullorðinna kvenna og reynt að átta sig á hve margar hefðu það í sér að bera rangar sakir á menn eða væru líklegar til að upplifa atvik sem nauðgun sem þó væri það ekki. Síðan reyndu menn að átta sig á hversu líklegt sé að hinar sömu konur sæju ástæðu til að fara fram með slíkar sakargiftir. Að lokum geta menn velt fyrir sér hversu margar slíkar myndu gera slíkt í raun. Afar fáar konur stæðu þá eftir. Svo fáar að mönnum gæti þótt eðlilegt að telja ásakanirnar konu um nauðgun næga sönnun, eina og sér. Gegn þessu má auðvitað færa þau rök að réttarríki geti ekki þolað að menn taki áhættuna af því að saklaus maður verði dæmdur. Einnig þau rök að við svona sönnunarmat geti orðið til önnur brotastarfsemi sem fælist í að bera á menn rangar sakir. Þetta ætla ég ekki að fjalla um að sinni heldur hvort sú tölfræðilega nálgun sem ég lýsti fái staðist. Svo er nefnilega ekki. Í máli OJ Simpson tókst verjendum að gabba kviðdóminn með rangri notkun tölfræði. Hún fólst í því að DNA rannsókn sýndi verulegar líkur á að erfðaefni sem fannst í tengslum við morð væri frá Simpson. Verjendur tóku líkindin og báru saman við íbúafjölda á LA svæðinu og reiknuðu út frá því hve margir aðrir kæmu til greina. Þetta stóðst auðvitað ekki því íbúar LA voru ekki allir á brotastað þegar morðið átti sér stað. Að sama skapi er sú tölfræði sem ég rakti áðan röng. Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af alltof mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi. Kem ég betur af því síðar. Af þeim fjölda, sem gætu borið fram rangar sakir um kynferðisbrot, skila sér alltaf einhverjar slíkar á hverju ári. Reynslan sýnir þetta og sannar. Á sama tíma veigra konur, sem raunverulega verða fyrir kynferðisbroti, sér gjarnan við að fara með mál alla leið. Skiljanlega því sönnun getur verið örðug og gerandameðvirkni er landlæg. Ekki síst í nærumhverfi kvennanna. Af þessu leiðir hins vegar að hlutfallið milli kæra sem eru á rökum reistar og rangra sakargifta verður alltof hátt til að hægt sé að nota það sem sönnunargagn að trúa bara konunni. Fleira þarf að koma til. Vík ég að því í næsta pistli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun