Sönnun í kynferðisbrotamálum Einar Gautur Steingrímsson skrifar 15. maí 2021 11:00 Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti. Efnið er víðfeðmt og ætla ég að vera með nokkrar færslur um þetta með stuttu millibili. Til einföldunar mun ég fyrst og fremst fjalla um nauðgunarbrot því efni þetta er nógu yfirgripsmikið samt. Stærsta spurningin sem menn spyrja er; af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér? Þessi spurning er skiljanleg ef horft er til þess sem nú verður vikið að. Segum að tekið sé slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fullorðinna kvenna og reynt að átta sig á hve margar hefðu það í sér að bera rangar sakir á menn eða væru líklegar til að upplifa atvik sem nauðgun sem þó væri það ekki. Síðan reyndu menn að átta sig á hversu líklegt sé að hinar sömu konur sæju ástæðu til að fara fram með slíkar sakargiftir. Að lokum geta menn velt fyrir sér hversu margar slíkar myndu gera slíkt í raun. Afar fáar konur stæðu þá eftir. Svo fáar að mönnum gæti þótt eðlilegt að telja ásakanirnar konu um nauðgun næga sönnun, eina og sér. Gegn þessu má auðvitað færa þau rök að réttarríki geti ekki þolað að menn taki áhættuna af því að saklaus maður verði dæmdur. Einnig þau rök að við svona sönnunarmat geti orðið til önnur brotastarfsemi sem fælist í að bera á menn rangar sakir. Þetta ætla ég ekki að fjalla um að sinni heldur hvort sú tölfræðilega nálgun sem ég lýsti fái staðist. Svo er nefnilega ekki. Í máli OJ Simpson tókst verjendum að gabba kviðdóminn með rangri notkun tölfræði. Hún fólst í því að DNA rannsókn sýndi verulegar líkur á að erfðaefni sem fannst í tengslum við morð væri frá Simpson. Verjendur tóku líkindin og báru saman við íbúafjölda á LA svæðinu og reiknuðu út frá því hve margir aðrir kæmu til greina. Þetta stóðst auðvitað ekki því íbúar LA voru ekki allir á brotastað þegar morðið átti sér stað. Að sama skapi er sú tölfræði sem ég rakti áðan röng. Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af alltof mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi. Kem ég betur af því síðar. Af þeim fjölda, sem gætu borið fram rangar sakir um kynferðisbrot, skila sér alltaf einhverjar slíkar á hverju ári. Reynslan sýnir þetta og sannar. Á sama tíma veigra konur, sem raunverulega verða fyrir kynferðisbroti, sér gjarnan við að fara með mál alla leið. Skiljanlega því sönnun getur verið örðug og gerandameðvirkni er landlæg. Ekki síst í nærumhverfi kvennanna. Af þessu leiðir hins vegar að hlutfallið milli kæra sem eru á rökum reistar og rangra sakargifta verður alltof hátt til að hægt sé að nota það sem sönnunargagn að trúa bara konunni. Fleira þarf að koma til. Vík ég að því í næsta pistli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti. Efnið er víðfeðmt og ætla ég að vera með nokkrar færslur um þetta með stuttu millibili. Til einföldunar mun ég fyrst og fremst fjalla um nauðgunarbrot því efni þetta er nógu yfirgripsmikið samt. Stærsta spurningin sem menn spyrja er; af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér? Þessi spurning er skiljanleg ef horft er til þess sem nú verður vikið að. Segum að tekið sé slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fullorðinna kvenna og reynt að átta sig á hve margar hefðu það í sér að bera rangar sakir á menn eða væru líklegar til að upplifa atvik sem nauðgun sem þó væri það ekki. Síðan reyndu menn að átta sig á hversu líklegt sé að hinar sömu konur sæju ástæðu til að fara fram með slíkar sakargiftir. Að lokum geta menn velt fyrir sér hversu margar slíkar myndu gera slíkt í raun. Afar fáar konur stæðu þá eftir. Svo fáar að mönnum gæti þótt eðlilegt að telja ásakanirnar konu um nauðgun næga sönnun, eina og sér. Gegn þessu má auðvitað færa þau rök að réttarríki geti ekki þolað að menn taki áhættuna af því að saklaus maður verði dæmdur. Einnig þau rök að við svona sönnunarmat geti orðið til önnur brotastarfsemi sem fælist í að bera á menn rangar sakir. Þetta ætla ég ekki að fjalla um að sinni heldur hvort sú tölfræðilega nálgun sem ég lýsti fái staðist. Svo er nefnilega ekki. Í máli OJ Simpson tókst verjendum að gabba kviðdóminn með rangri notkun tölfræði. Hún fólst í því að DNA rannsókn sýndi verulegar líkur á að erfðaefni sem fannst í tengslum við morð væri frá Simpson. Verjendur tóku líkindin og báru saman við íbúafjölda á LA svæðinu og reiknuðu út frá því hve margir aðrir kæmu til greina. Þetta stóðst auðvitað ekki því íbúar LA voru ekki allir á brotastað þegar morðið átti sér stað. Að sama skapi er sú tölfræði sem ég rakti áðan röng. Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af alltof mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi. Kem ég betur af því síðar. Af þeim fjölda, sem gætu borið fram rangar sakir um kynferðisbrot, skila sér alltaf einhverjar slíkar á hverju ári. Reynslan sýnir þetta og sannar. Á sama tíma veigra konur, sem raunverulega verða fyrir kynferðisbroti, sér gjarnan við að fara með mál alla leið. Skiljanlega því sönnun getur verið örðug og gerandameðvirkni er landlæg. Ekki síst í nærumhverfi kvennanna. Af þessu leiðir hins vegar að hlutfallið milli kæra sem eru á rökum reistar og rangra sakargifta verður alltof hátt til að hægt sé að nota það sem sönnunargagn að trúa bara konunni. Fleira þarf að koma til. Vík ég að því í næsta pistli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun