Stefanik tekin við af Cheney Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 15:12 Frá vinstri, Elise Stefanik, Steve Scalise og Kevin McCarthy. Þau eru þrír æðstu meðlimir þingflokks Repúblikanaflokksins. AP/ANdrew Harnik Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. Fyrr í vikunni höfðu þingmennirnir vikið Liz Cheney úr stöðunni, vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og annarra mála sem snúa einnig að Trump. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sögðu leiðtogar flokksins að nú væru meðlimir þingflokksins sameinaðir í þeim tilgangi að standa í hárinu á Joe Biden, forseta, og stöðva „sósíalisk stefnumál“ hans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þó er ljóst að margir íhaldssamari meðlimir þingflokksins eru ekki sáttir við tilnefningu Stefanik og þá sérstaklega vegna þess að hún þykir ekki nægilega íhaldssöm. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur staðið þétt við Trump Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Sjá einnig: Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samtök íhaldsmanna sem fylgjast náið með því hvernig þingmenn greiða atkvæði hafa til að mynda gefið Chip Roy mjög háar einkunnir. Það hafa samtökin ekki gert við Stefanik. Heratige Action for America gefur Roy til að mynda 98 prósent en Stefanik einungis 48 prósent. Það nær yfir alla veru þeirra á þingi. Þegar bara er litið til þessa þings sem nú er yfirstandandi fær Stefanik 84 prósent og er það til marks um breytingu hennar að undanförnu. American Conservative Union gefur Roy 94,6 prósent og Stefanik 43,6 prsóent. AP fréttaveitan segir einnig gremju innan þingflokksins vegna taks Trumps á flokknum, sem einhverjir séu ósáttir við. Ólíklegt sé að deilum þingmanna Repúblikanaflokksins ljúki með þessari atkvæðagreiðslu. Þá segir fréttaveitan að Stefanik hafi sagt öðrum þingmönnum að hún ætlaði ekki að sinna stöðunni lengur en út næsta ár. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Fyrr í vikunni höfðu þingmennirnir vikið Liz Cheney úr stöðunni, vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og annarra mála sem snúa einnig að Trump. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sögðu leiðtogar flokksins að nú væru meðlimir þingflokksins sameinaðir í þeim tilgangi að standa í hárinu á Joe Biden, forseta, og stöðva „sósíalisk stefnumál“ hans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þó er ljóst að margir íhaldssamari meðlimir þingflokksins eru ekki sáttir við tilnefningu Stefanik og þá sérstaklega vegna þess að hún þykir ekki nægilega íhaldssöm. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur staðið þétt við Trump Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Sjá einnig: Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samtök íhaldsmanna sem fylgjast náið með því hvernig þingmenn greiða atkvæði hafa til að mynda gefið Chip Roy mjög háar einkunnir. Það hafa samtökin ekki gert við Stefanik. Heratige Action for America gefur Roy til að mynda 98 prósent en Stefanik einungis 48 prósent. Það nær yfir alla veru þeirra á þingi. Þegar bara er litið til þessa þings sem nú er yfirstandandi fær Stefanik 84 prósent og er það til marks um breytingu hennar að undanförnu. American Conservative Union gefur Roy 94,6 prósent og Stefanik 43,6 prsóent. AP fréttaveitan segir einnig gremju innan þingflokksins vegna taks Trumps á flokknum, sem einhverjir séu ósáttir við. Ólíklegt sé að deilum þingmanna Repúblikanaflokksins ljúki með þessari atkvæðagreiðslu. Þá segir fréttaveitan að Stefanik hafi sagt öðrum þingmönnum að hún ætlaði ekki að sinna stöðunni lengur en út næsta ár.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36
Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00