Gylfi Þór spilaði síðari hálfleik í tapi gegn botnliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 19:50 Hinn 17 ára gamli Daniel Jebbison fagnar því sem reyndist sigurmark Sheffield í kvöld. EPA-EFE/Alex Pantling Sheffield United vann óvæntan 1-0 útisigur á Everton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik dagsins á bekknum og gat því lítið gert þegar hinn 17 ár agamli Daniel Jebbison kom Sheffield United óvænt yfir á 7. mínútu leiksins. Staðan var enn 1-0 Sheffield í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gylfi Þór kom inn af bekknum í hálfleik og gekk jafn illa og samherjum sínum að finna glufur á þéttri vörn gestanna. Fór það svo að botnliðið hélt út og vann 1-0 sigur á Goodison Park. Everton er í 8. sæti þegar 36 umferðum er lokið með 56 stig. Sheffield United situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins 20 stig og er löngu fallið. Enski boltinn
Sheffield United vann óvæntan 1-0 útisigur á Everton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik dagsins á bekknum og gat því lítið gert þegar hinn 17 ár agamli Daniel Jebbison kom Sheffield United óvænt yfir á 7. mínútu leiksins. Staðan var enn 1-0 Sheffield í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gylfi Þór kom inn af bekknum í hálfleik og gekk jafn illa og samherjum sínum að finna glufur á þéttri vörn gestanna. Fór það svo að botnliðið hélt út og vann 1-0 sigur á Goodison Park. Everton er í 8. sæti þegar 36 umferðum er lokið með 56 stig. Sheffield United situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins 20 stig og er löngu fallið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti